Innlent

Bein út­sending: Al­þjóð­leg friðar­ráð­stefna Höfða friðar­setur

Árni Sæberg skrifar
Friðarsúlan í Viðey er merki ráðstefnunnar.
Friðarsúlan í Viðey er merki ráðstefnunnar. Háskóli Íslands

Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs, Imagine Forum– Nordic Solidarity for Peace, fer fram í Norðurljósasal Hörpu í vikunn, 10. og 11. október. Ráðstefnan er haldin að þessu sinni í samstarfi við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Sýnt verður beint frá ráðstefnunni á Vísi.

Aðalræðumaðurinn í ár er Amina J. Mohammed, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Að auki tekur til máls fjöldi ræðumanna á borð við Mahbouba Seraj, sem er fjölmiðla- og kvenréttindakona frá Afganistan, Bruno Stagno Ugarte frá Human Rights Watch og fyrrverandi utanríkisráðherra Kosta Ríka, Andryi Sadovyi, borgarstjóri Lviv og fjöldi fræðimanna frá Norðurlöndum, svo að eitthvað sé nefnt. 

Hér er má nálgast frekari upplýsingar um gesti ráðstefnunnar. Hér má nálgast dagskrána og fylgjast má með ráðstefnunni í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:

Af íslenskum þátttakendum má helst nefna Katrínu Jakobsdóttur, Þórdisi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Silju Báru Ómarsdóttur, Guðmund Inga Guðbrandsson og Guðmund Hálfdánarson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×