Vinna að því að koma Íslendingunum heim Jón Þór Stefánsson skrifar 8. október 2023 10:43 Sigurður Kolbeinsson vinnur að því að koma Íslendingum í Ísrael til síns heima. Aðsend/AP Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair. Sigurður segir í samtali við fréttastofu að ólíklegt sé að Íslendingarnir komist heim á leið í dag. Hins vegar sé möguleiki á að það gerist á morgun eða hinn. Sökum átáka milli Hamas-samtakanna og Ísraelsríkis hefur ferð Íslendinganna komist í mikið uppnám. Þau munu þó mögulega fá að fara í rútuferð um Jerúsalem í dag. Þess má geta að Jerúsalem hefur sloppið vel frá átökunum, en vegna sögulegs mikilvægis hennar virðast báðar fylkingar á sama máli um að borgina beri að vernda. Um það bil 300 Ísraelsmenn og 300 Palestínumenn eru látnir eftir átökin sem hófust með eldflaugaárásum Hamas-samtakanna í gærmorgun. Enn fleiri eru særðir. Sigurður ræddi um stöðu hópsins við fréttastofu í gær. Það fer mjög vel um alla og það hafa það allir gott. En svo eru líka ættingjar farþeganna skelkaðir, eðlilega. Það er allt frá ungum börnum og upp í eldra fólk hérna,“ sagði hann. Þá sagði hann óheppilegt að farþegarnir skyldu lenda á þeim tímapunkti sem þeir gerðu, en að sjálfsögðu sé ekkert fyrirséð. Hann hafi áður talað um hversu öruggum honum liði í Ísrael, hvort sem það var í Jerúsalem, Tel Aviv eða annars staðar. „Ég sagði við marga, maður er hultari í þessu landi en í London eða París, svo ég tali nú ekki um Stokkhólm. En svo lendum við bara í þessu.“ Ísrael Palestína Íslendingar erlendis Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Sigurður segir í samtali við fréttastofu að ólíklegt sé að Íslendingarnir komist heim á leið í dag. Hins vegar sé möguleiki á að það gerist á morgun eða hinn. Sökum átáka milli Hamas-samtakanna og Ísraelsríkis hefur ferð Íslendinganna komist í mikið uppnám. Þau munu þó mögulega fá að fara í rútuferð um Jerúsalem í dag. Þess má geta að Jerúsalem hefur sloppið vel frá átökunum, en vegna sögulegs mikilvægis hennar virðast báðar fylkingar á sama máli um að borgina beri að vernda. Um það bil 300 Ísraelsmenn og 300 Palestínumenn eru látnir eftir átökin sem hófust með eldflaugaárásum Hamas-samtakanna í gærmorgun. Enn fleiri eru særðir. Sigurður ræddi um stöðu hópsins við fréttastofu í gær. Það fer mjög vel um alla og það hafa það allir gott. En svo eru líka ættingjar farþeganna skelkaðir, eðlilega. Það er allt frá ungum börnum og upp í eldra fólk hérna,“ sagði hann. Þá sagði hann óheppilegt að farþegarnir skyldu lenda á þeim tímapunkti sem þeir gerðu, en að sjálfsögðu sé ekkert fyrirséð. Hann hafi áður talað um hversu öruggum honum liði í Ísrael, hvort sem það var í Jerúsalem, Tel Aviv eða annars staðar. „Ég sagði við marga, maður er hultari í þessu landi en í London eða París, svo ég tali nú ekki um Stokkhólm. En svo lendum við bara í þessu.“
Ísrael Palestína Íslendingar erlendis Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira