Fara fram á fjögurra daga vinnuviku í komandi kjaraviðræðum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. október 2023 16:19 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm VR og LÍV munu gera þá kröfu í komandi kjaraviðræðum að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku. Stytting vinnuvikunnar sé til þess fallin að auka lífsgæði. Í grein sem skrifuð er um málið í nýjasta tölublaði VR blaðsins segir að rökin fyrir því að taka upp fjögurra daga vinnuviku í dag séu nokkurn veginn þau sömu og rökin fyrir því að taka upp fimm daga vinnuviku fyrir hundrað árum. „Rannsóknir benda til þess að stytting vinnutíma hafi jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu starfsfólks, starfsánægju, og almenna vellíðan,“ segir í greininni. Samkvæmt greininni felur krafa VR og Lív um fjögurra daga vinnuviku í sér tækifæri til þess að mæta áskorunum og móta vinnufyrirkomulag sem þjónar nútímasamfélagi. Ragnar Þór, formaður VR, ræddi hugmyndirnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Vinnuvikan á Íslandi hefur vissulega styst á síðustu árum en sú þróun hefur verið hæg. Samkvæmt núgildandi kjarasamningum er vinnutími VR félaga í verslun 35 stundir og 50 mínútur en 35 stundir og 30 mínútur á skrifstofu, án neysluhléa. Það væri því mikið framfaraskref að flýta þessari þróun og ná fram 32 stunda vinnuviku í komandi kjaraviðræðum.“ Tilraunaverkefni sýndi fram á sláandi jákvæðar niðurstöður Niðurstöður tilraunaverkefnis sem framkvæmt var árið 2022 af 4DayWeekGlobal, alþjóðlegra samtaka sem berjast fyrir styttingu vinnutíma, séu sláandi jákvæðar. Meðal þess sem kemur fram er eftirfarandi: Starfsfólk gefur verkefninu að meðaltali 9,1 (af 10 mögulegum) í heildareinkunn og 97% vilja halda áfram að vinna fjóra daga í viku. Atvinnurekendur gefa verkefninu að meðaltali 9 í heildareinkunn. Ekkert þeirra fyrirtækja sem prófaði verkefnið vildi hverfa aftur til 5 daga vinnuviku í lok tímabilsins, flest vildu gera það að langtímaráðstöfun á meðan að önnur vildu a.m.k. framlengja tilraunina. Atvinnurekendur segja að verkefnið hafi aukið framleiðni og almenna frammistöðu. Þá jukust tekjur fyrirtækjanna um 8% á meðaltali sem er 38% meiri hækkun en á sama tímabili 2021. Starfsfólk segir að það sé ánægðara, sofi betur, sinni fjölskyldu og áhugamálum betur og sé afkastameira í vinnunni. Veikindafjarvistir drógust saman og starfsmannavelta minnkaði. Frekari mælingar að tólf mánuðum liðnum sýndu að jákvæð áhrif verkefnisins höfðu ekki fjarað út. Þvert á móti virðast áhrifin komin til að vera. Fyrirtækin ætluðu öll að halda áfram með verkefnið. Stytting vinnuvikunnar til þess fallin að auka lífsgæði Þrátt fyrir vel heppnað tilraunaverkefni sem gefi tilefni til bjartsýni er ekki þar með sagt að fjögurra daga vinnuvika verði auðveld í framkvæmd í öllum tilfellum hér á landi. Útfærsla skipti máli og ljóst sé að þarfir vinnustaða séu ólíkar. „Gera má ráð fyrir því að auðveldara sé að stytta vinnutíma dagvinnufólks á skrifstofu en þeirra sem sinna vaktavinnu á stöðum með sólarhringsopnun. Það er því mikilvægt að undirbúa styttingu vel og gera það í samráði við starfsfólk,“ segir í greininni. „Til þess að ná fram jákvæðum áhrifum styttingar þarf oftast að endurhugsa einhverja verkferla, forgangsraða verkefnum eða skera niður óþarfa fundarhald. Í einhverjum tilvikum gæti verið nauðsynlegt að ráða fleira starfsfólk en í öðrum ekki. Tækniframfarir á ýmsum sviðum gætu jafnframt liðkað fyrir aðgerðum af þessu tagi.“ Frá undirritun kjarasamninga árið 2019. Útlit er fyrir harða kjarabaráttu á komandi vetri. Vísir/Vilhelm Að lokum er fullyrt í greininni að ef það takist að ná fram fjögurra daga vinnuviku munu komandi kynslóðir búa í betri heimi. „Stytting vinnuvikunnar er til þess fallin að auka lífsgæði starfsfólks og takast á við tækniframfarir án þess að skerða afköst eða framleiðni. Rannsóknir og reynsla síðustu áratuga styðja þessa fullyrðingu. Vinnufyrirkomulag okkar er ekki náttúrulögmál heldur venja sem má rýna í og breyta. Okkur ber jafnframt skylda til þess að breyta slíkri venju ef við teljum að breytingin verði til góðs. Þess vegna gera VR og LÍV þá kröfu að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga eða sem svarar til 32 stundum á viku.“ Hér er hægt að lesa greinina og skoða VR blaðið í heild sinni. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. 6. desember 2022 23:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í grein sem skrifuð er um málið í nýjasta tölublaði VR blaðsins segir að rökin fyrir því að taka upp fjögurra daga vinnuviku í dag séu nokkurn veginn þau sömu og rökin fyrir því að taka upp fimm daga vinnuviku fyrir hundrað árum. „Rannsóknir benda til þess að stytting vinnutíma hafi jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu starfsfólks, starfsánægju, og almenna vellíðan,“ segir í greininni. Samkvæmt greininni felur krafa VR og Lív um fjögurra daga vinnuviku í sér tækifæri til þess að mæta áskorunum og móta vinnufyrirkomulag sem þjónar nútímasamfélagi. Ragnar Þór, formaður VR, ræddi hugmyndirnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Vinnuvikan á Íslandi hefur vissulega styst á síðustu árum en sú þróun hefur verið hæg. Samkvæmt núgildandi kjarasamningum er vinnutími VR félaga í verslun 35 stundir og 50 mínútur en 35 stundir og 30 mínútur á skrifstofu, án neysluhléa. Það væri því mikið framfaraskref að flýta þessari þróun og ná fram 32 stunda vinnuviku í komandi kjaraviðræðum.“ Tilraunaverkefni sýndi fram á sláandi jákvæðar niðurstöður Niðurstöður tilraunaverkefnis sem framkvæmt var árið 2022 af 4DayWeekGlobal, alþjóðlegra samtaka sem berjast fyrir styttingu vinnutíma, séu sláandi jákvæðar. Meðal þess sem kemur fram er eftirfarandi: Starfsfólk gefur verkefninu að meðaltali 9,1 (af 10 mögulegum) í heildareinkunn og 97% vilja halda áfram að vinna fjóra daga í viku. Atvinnurekendur gefa verkefninu að meðaltali 9 í heildareinkunn. Ekkert þeirra fyrirtækja sem prófaði verkefnið vildi hverfa aftur til 5 daga vinnuviku í lok tímabilsins, flest vildu gera það að langtímaráðstöfun á meðan að önnur vildu a.m.k. framlengja tilraunina. Atvinnurekendur segja að verkefnið hafi aukið framleiðni og almenna frammistöðu. Þá jukust tekjur fyrirtækjanna um 8% á meðaltali sem er 38% meiri hækkun en á sama tímabili 2021. Starfsfólk segir að það sé ánægðara, sofi betur, sinni fjölskyldu og áhugamálum betur og sé afkastameira í vinnunni. Veikindafjarvistir drógust saman og starfsmannavelta minnkaði. Frekari mælingar að tólf mánuðum liðnum sýndu að jákvæð áhrif verkefnisins höfðu ekki fjarað út. Þvert á móti virðast áhrifin komin til að vera. Fyrirtækin ætluðu öll að halda áfram með verkefnið. Stytting vinnuvikunnar til þess fallin að auka lífsgæði Þrátt fyrir vel heppnað tilraunaverkefni sem gefi tilefni til bjartsýni er ekki þar með sagt að fjögurra daga vinnuvika verði auðveld í framkvæmd í öllum tilfellum hér á landi. Útfærsla skipti máli og ljóst sé að þarfir vinnustaða séu ólíkar. „Gera má ráð fyrir því að auðveldara sé að stytta vinnutíma dagvinnufólks á skrifstofu en þeirra sem sinna vaktavinnu á stöðum með sólarhringsopnun. Það er því mikilvægt að undirbúa styttingu vel og gera það í samráði við starfsfólk,“ segir í greininni. „Til þess að ná fram jákvæðum áhrifum styttingar þarf oftast að endurhugsa einhverja verkferla, forgangsraða verkefnum eða skera niður óþarfa fundarhald. Í einhverjum tilvikum gæti verið nauðsynlegt að ráða fleira starfsfólk en í öðrum ekki. Tækniframfarir á ýmsum sviðum gætu jafnframt liðkað fyrir aðgerðum af þessu tagi.“ Frá undirritun kjarasamninga árið 2019. Útlit er fyrir harða kjarabaráttu á komandi vetri. Vísir/Vilhelm Að lokum er fullyrt í greininni að ef það takist að ná fram fjögurra daga vinnuviku munu komandi kynslóðir búa í betri heimi. „Stytting vinnuvikunnar er til þess fallin að auka lífsgæði starfsfólks og takast á við tækniframfarir án þess að skerða afköst eða framleiðni. Rannsóknir og reynsla síðustu áratuga styðja þessa fullyrðingu. Vinnufyrirkomulag okkar er ekki náttúrulögmál heldur venja sem má rýna í og breyta. Okkur ber jafnframt skylda til þess að breyta slíkri venju ef við teljum að breytingin verði til góðs. Þess vegna gera VR og LÍV þá kröfu að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga eða sem svarar til 32 stundum á viku.“ Hér er hægt að lesa greinina og skoða VR blaðið í heild sinni.
Starfsfólk gefur verkefninu að meðaltali 9,1 (af 10 mögulegum) í heildareinkunn og 97% vilja halda áfram að vinna fjóra daga í viku. Atvinnurekendur gefa verkefninu að meðaltali 9 í heildareinkunn. Ekkert þeirra fyrirtækja sem prófaði verkefnið vildi hverfa aftur til 5 daga vinnuviku í lok tímabilsins, flest vildu gera það að langtímaráðstöfun á meðan að önnur vildu a.m.k. framlengja tilraunina. Atvinnurekendur segja að verkefnið hafi aukið framleiðni og almenna frammistöðu. Þá jukust tekjur fyrirtækjanna um 8% á meðaltali sem er 38% meiri hækkun en á sama tímabili 2021. Starfsfólk segir að það sé ánægðara, sofi betur, sinni fjölskyldu og áhugamálum betur og sé afkastameira í vinnunni. Veikindafjarvistir drógust saman og starfsmannavelta minnkaði. Frekari mælingar að tólf mánuðum liðnum sýndu að jákvæð áhrif verkefnisins höfðu ekki fjarað út. Þvert á móti virðast áhrifin komin til að vera. Fyrirtækin ætluðu öll að halda áfram með verkefnið.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. 6. desember 2022 23:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20
Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. 6. desember 2022 23:18