Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2023 09:04 Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslenskri nýorku. Steingrímur Dúi Másson Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá helstu sérfræðinga Norðurlandanna í vetni á ráðstefnu á Fosshóteli í Reykjavík. Þar voru saman komnir vísindamenn frá háskólum og rannsóknastofnunum á Norðurlöndunum en einnig fulltrúar atvinnulífsins. Lausnirnar gætu skipt Íslendinga miklu máli. „Við erum svo heppin að eiga mikið af grænni orku og það hefur verið mikið í umræðunni hér á landi að framleiða það sem heitir grænt vetni með hreinni orku,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslenskri nýorku. En einnig annað rafeldsneyti, eins og ammoníak og metanól. Hún spáir því að fyrstu vetnistrukkarnir aki á Íslandi á næsta ári. „Við munum klárlega geta nýtt vetni bæði fyrir þungaflutninga og ábyggilega stærri tegundir af skipum,“ segir Anna Margrét. Hér má sjá lausn sem Icelandair skoðar fyrir innanlandsflugið: Norðmenn eru komnir af stað með spennandi þróunarverkefni. „Við höfum byggt upp svokallaðar vetnisstöðvar sem hafa verið fjármagnaðar í Noregi. Þær eru víða um land og framleiða vetni í stórum stíl til nota í sjóflutningum,“ segir Sigrid Lædre, rannsóknastjóri Sintef í Noregi. Norðmenn eru meira segja byrjaðir að knýja skip með vetni. „Við erum með ferju sem heitir MF Hydra og er þegar starfrækt til farþegaflutninga. Við höfum sett á stofn verkefni sem miðast við minni farartæki, til dæmis fiskibáta og báta í fiskeldi,“ segir Sigrid. Sigrid Lædre, rannsóknastjóri Sintef í Noregi. Steingrímur Dúi Másson Ef Ísland ætlar að vera með þarf að byggja upp þekkingu á vetni og innviðum, segir Anna Margrét. „Við þurfum að leggjast í gríðarlegar fjárfestingar á innviðum, bæði til framleiðslu, dreifingar og geymslu á þessu eldsneyti, vetni eða metanóli eða ammoníaki, eða hvað það er. Og ekki síst þurfum við að ráðast í það að veita tækjakaupastyrki vegna þess að, enn sem komið er, er þessi vistvæna tækni dýrari en þessi hefðbundna sem nýtir jarðefnaeldsneyti. Þannig að fyrirtæki sem eru í samkeppnisumhverfi eiga ekki eins auðvelt með að ráðast í þessar fjárfestingar.“ Auk þess þurfi að byggja upp raforkukerfið og styrkja dreifikerfið og flutningskerfið. „Við munum ekki sigra orkuskiptin á nýtninni einni saman,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkuskipti Orkumál Bensín og olía Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Noregur Tengdar fréttir Samskip fá vetnisknúin flutningaskip Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum. 14. apríl 2023 10:11 Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. 10. apríl 2023 09:39 Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna. 29. ágúst 2022 20:41 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá helstu sérfræðinga Norðurlandanna í vetni á ráðstefnu á Fosshóteli í Reykjavík. Þar voru saman komnir vísindamenn frá háskólum og rannsóknastofnunum á Norðurlöndunum en einnig fulltrúar atvinnulífsins. Lausnirnar gætu skipt Íslendinga miklu máli. „Við erum svo heppin að eiga mikið af grænni orku og það hefur verið mikið í umræðunni hér á landi að framleiða það sem heitir grænt vetni með hreinni orku,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslenskri nýorku. En einnig annað rafeldsneyti, eins og ammoníak og metanól. Hún spáir því að fyrstu vetnistrukkarnir aki á Íslandi á næsta ári. „Við munum klárlega geta nýtt vetni bæði fyrir þungaflutninga og ábyggilega stærri tegundir af skipum,“ segir Anna Margrét. Hér má sjá lausn sem Icelandair skoðar fyrir innanlandsflugið: Norðmenn eru komnir af stað með spennandi þróunarverkefni. „Við höfum byggt upp svokallaðar vetnisstöðvar sem hafa verið fjármagnaðar í Noregi. Þær eru víða um land og framleiða vetni í stórum stíl til nota í sjóflutningum,“ segir Sigrid Lædre, rannsóknastjóri Sintef í Noregi. Norðmenn eru meira segja byrjaðir að knýja skip með vetni. „Við erum með ferju sem heitir MF Hydra og er þegar starfrækt til farþegaflutninga. Við höfum sett á stofn verkefni sem miðast við minni farartæki, til dæmis fiskibáta og báta í fiskeldi,“ segir Sigrid. Sigrid Lædre, rannsóknastjóri Sintef í Noregi. Steingrímur Dúi Másson Ef Ísland ætlar að vera með þarf að byggja upp þekkingu á vetni og innviðum, segir Anna Margrét. „Við þurfum að leggjast í gríðarlegar fjárfestingar á innviðum, bæði til framleiðslu, dreifingar og geymslu á þessu eldsneyti, vetni eða metanóli eða ammoníaki, eða hvað það er. Og ekki síst þurfum við að ráðast í það að veita tækjakaupastyrki vegna þess að, enn sem komið er, er þessi vistvæna tækni dýrari en þessi hefðbundna sem nýtir jarðefnaeldsneyti. Þannig að fyrirtæki sem eru í samkeppnisumhverfi eiga ekki eins auðvelt með að ráðast í þessar fjárfestingar.“ Auk þess þurfi að byggja upp raforkukerfið og styrkja dreifikerfið og flutningskerfið. „Við munum ekki sigra orkuskiptin á nýtninni einni saman,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkuskipti Orkumál Bensín og olía Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Noregur Tengdar fréttir Samskip fá vetnisknúin flutningaskip Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum. 14. apríl 2023 10:11 Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. 10. apríl 2023 09:39 Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna. 29. ágúst 2022 20:41 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Samskip fá vetnisknúin flutningaskip Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum. 14. apríl 2023 10:11
Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. 10. apríl 2023 09:39
Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna. 29. ágúst 2022 20:41
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent