Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 17:56 Þorbjörg segir stjórnarheimiliserjur hafa náð hámarki í gær. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Facebook. Tilefnið er ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum í gær, þar sem hún gerði samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að andlagi gríns. „Í gær náðu þessar heimiliserjur svo nýjum áfanga þegar einn ráðherra fann á sér að það sem ráðstefnugestir staddir á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu þyrftu mest að heyra væri rant [raus] um hvað samstarfsráðherra hennar er glataður. Skilaboðin: „Jú, við ætlum að búa áfram saman í tvö ár en sæll hvað ég þoli þessa dömu ekki.“ Skilaboðin flutt í mikrafón í stórum veislusal. Það er auðvitað allt eðlilegt við þetta, eða hvað?“ spyr Þorbjörg Sigríður. Ekkert gerist á meðan stjórnin rífst Hún segir að brosa megi að því sem hún kallar alkula ríkisstjórnarsamband en vandamálið fyrir þjóðina sé að öll orka ríkisstjórnar Íslands fari í þessar innbyrðis erjur. Á meðan gerist ekkert annað. Fólkið og fyrirtækin í landinu finni fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Það séu málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem komið er snýst umræðan um það, ekki um það hver þolir hvern minnst í ríkisstjórninni. „Fólk þarf forystu og stefnufestu en ekki þessi endalausu upphlaup. Ríkisstjórn sem er svo vandræðalega sundruð getur ekki lagt neinar lausnir á borð fyrir fólkið í landinu. Í dag er þessi stjórn sem gerir orðið lítið annað en að framkalla vandræðalegar senur stór hluti af vanda fólksins í landinu. Og það verður hún samkvæmt dagskrá í heil tvö ár í viðbót.“ Fleiri furða sig á ummælunum Þorbjörg Sigríður er ekki eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu í ávarpinu í gær. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hun spyr sig einnig hvernig stemningin sé við ríkisstjórnarborðið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Facebook. Tilefnið er ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum í gær, þar sem hún gerði samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að andlagi gríns. „Í gær náðu þessar heimiliserjur svo nýjum áfanga þegar einn ráðherra fann á sér að það sem ráðstefnugestir staddir á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu þyrftu mest að heyra væri rant [raus] um hvað samstarfsráðherra hennar er glataður. Skilaboðin: „Jú, við ætlum að búa áfram saman í tvö ár en sæll hvað ég þoli þessa dömu ekki.“ Skilaboðin flutt í mikrafón í stórum veislusal. Það er auðvitað allt eðlilegt við þetta, eða hvað?“ spyr Þorbjörg Sigríður. Ekkert gerist á meðan stjórnin rífst Hún segir að brosa megi að því sem hún kallar alkula ríkisstjórnarsamband en vandamálið fyrir þjóðina sé að öll orka ríkisstjórnar Íslands fari í þessar innbyrðis erjur. Á meðan gerist ekkert annað. Fólkið og fyrirtækin í landinu finni fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Það séu málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem komið er snýst umræðan um það, ekki um það hver þolir hvern minnst í ríkisstjórninni. „Fólk þarf forystu og stefnufestu en ekki þessi endalausu upphlaup. Ríkisstjórn sem er svo vandræðalega sundruð getur ekki lagt neinar lausnir á borð fyrir fólkið í landinu. Í dag er þessi stjórn sem gerir orðið lítið annað en að framkalla vandræðalegar senur stór hluti af vanda fólksins í landinu. Og það verður hún samkvæmt dagskrá í heil tvö ár í viðbót.“ Fleiri furða sig á ummælunum Þorbjörg Sigríður er ekki eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu í ávarpinu í gær. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hun spyr sig einnig hvernig stemningin sé við ríkisstjórnarborðið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira