Fótbolti

Meistara­deildar­mörkin: Stjörnur PSG fengu skell og City hnyklaði vöðvana

Aron Guðmundsson skrifar
Frakklandsmeistararnir réðu ekkert við funheita leikmenn Newcastle sem buðu upp á sýningu í endurkomu Meistaradeildarinnar á St. James' Park
Frakklandsmeistararnir réðu ekkert við funheita leikmenn Newcastle sem buðu upp á sýningu í endurkomu Meistaradeildarinnar á St. James' Park Vísir/Getty

Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í þeim átta leikjum sem voru á dag­skrá 2. um­ferðar riðla­keppni Meistara­deildar Evrópu í gær­kvöldi. New­cast­le bauð upp á sýningu gegn PSG í fyrsta Meistara­deildar­leiknum á St. James' Park í fleiri fleiri ár. Evrópu­meistararnir gerðu góða ferð til Þýska­lands og Shak­htar átti frá­bæra endur­komu í Belgíu.

Í E-riðli tók spænska liðið At­letico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heima­manna. Leikar stóðu 2-2 í hálf­leik en mark frá Al­varo Morata í upp­hafi síðari hálf­leik tryggði At­letico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna.

Klippa: Fimm marka thriller í Madríd

Skot­lands­meistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furu­hashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafn­mikið og topp­lið riðilsins At­letico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins.

Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana

Í F-riðli fór fram stein­dauður leikur Borussia Dort­mund frá Þýska­landi við AC Milan. Leiknum lauk með marka­lausu jafn­tefli.

Ögn meiri spenna var fyrir viður­eign New­cast­le United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endur­komu Meistara­deildar Evrópu til New­cast­le­borgar og skemmst er frá því að segja að heima­menn fóru á kostum í leiknum.

Leiknum lauk með 4-1 sigri New­cast­le en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Al­miron, Dan Burn, Sean Longst­aff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakk­lands­meistarana en nær komust þeir ekki.

Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG

New­cast­le er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dort­mund þar á eftir með tvö stig og eitt stig.

Ríkjandi Evrópu­meistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýska­lands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti.

Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi

Í sama riðli gerðu Cr­vena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafn­tefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu

Shak­htar Do­netsk vann magnaðan endur­komu­sigur á úti­velli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálf­leik sneru Úkraínu­mennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk víta­spyrnu á loka­mínútu upp­bóta­tímans en Toby Ald­erweir­eld, leik­manni liðsins brást boga­listin á punktinum.

Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu

Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á úti­velli. Ferran Tor­res skoraði eina mark leiksins í upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma í fyrri hálf­leik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shak­htar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga.

Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×