Innlent

Dró játningu skyndilega til baka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alexander Máni mætir í héraðsdóm við þingfestingu málsins.
Alexander Máni mætir í héraðsdóm við þingfestingu málsins. Vísir/Vilhelm

Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun.

Mbl.is greinir frá. Skýrslutökur í málinu fóru fram í síðustu viku og lauk á föstudaginn þegar lögregluþjónar komu fyrir dóminn.

Alexander Máni, sem er ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps, hafði játað að hafa stungið tvo af þreimur brotaþolum á skemmtistaðnum í nóvember í fyrra. Hann dró til baka játningu í tilfelli fórnarlambs sem fékk hnífsstungu í lærið og slagæð fór í sundur.

Sigríður Hjaltested dómari í málinu sagði það óvirðingu við réttinn að breyta afstöðu sinni á síðustu stundu. Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, sagði afstöðu skjólstæðings síns hafa breyst í gærkvöldi.

Hlé var gert á þinghaldi en næst á dagskrá er málflutningur Dagmarar Aspar Vésteinsdóttur saksóknara hjá héraðssaksóknara. Svo tekur við málflutningur verjenda í málinu sem eru á þriðja tug.


Tengdar fréttir

„Ég vissi ekki að hann væri al­vitur“

Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka.

Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu

Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×