„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2023 15:46 Ómar R. Valdimarsson er verjandi Alexanders Mána, sem er ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig rannsóknin fór fram eftir að hann tók við stjórn hennar þegar hann mætti til vinnu föstudaginn 18. nóvember árið 2022. Hann sagði að áherslan hafi verið á að greina myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum, bæði á Bankastræti Club sem og á öðrum stöðum, einna helst Dubliner og Paloma. Þar höfðu árásarmennirnir safnast saman áður en þeir lögðust til atlögu. Hann sagði að mikill fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefði komið að málinu og teymi stofnuð utan um hvern anga rannsóknarinnar. Sáu bara einn hníf Lögregluþjónninn sagði að við ítarlega greiningu á upptökum frá Bankastræti Club hafi aðeins einn hnífur sést. „Hvergi nokkurs staðar í myndbandinu eða í ferlinu, sjáum við fleiri en einn hníf. Vissulega reyndum við eftir fremsta megni að greina öll vopn en við urðum ekki vör við fleiri hnífa,“ sagði hann. Hins vegar hafi sést ein kylfa, eitt vasaljós og stunguvesti. Þá segir hann að lögreglan hafi varið miklu púðri í leit að umræddum hníf, sem sakborningurinn Alexander Máni Björnsson gekkst við að hafa verið með. Hann hafi sagst hafa hent hnífnum í ótilgreinda ruslatunnu. „Okkur langaði mikið að finna þennan hníf, lögðum mikla vinnu í það, meðal annars að sjá hann betur á myndbandinu. Það var ekki hægt að þysja inn á hann, var alltaf það grófkornóttur að við sáum ekki hvernig hnífurinn var.“ Hnífurinn hefur enn ekki fundist. Telja næsta víst að Alexander Máni hafi stungið alla þrjá Líkt og greint hefur verið frá hefur Alexander Máni Björnsson játað að hafa stunguð tvo brotaþola málsins en ekki þann þriðja. Þá neitar hann að hafa reynt að verða mönnunum tveimur að bana. Við skýrslutöku á mánudaginn sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið brotaþolann Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ „Við skoðuðum það og reyndum að vinna myndbandið eins vel og við gátum varðandi snertingu þeirra á milli, Eina snertingin sem varð til þess að hann féll niður var þegar hann rakst í Alexander Mána, niðurstaðan var sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að Alexander Máni hefði stungið Lúkas,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun“ Þá var komið að Ómari R. Valdimarssyni, verjanda Alexanders Mána, að spyrja lögreglumanninn spjörunum úr. Hann spurði út í það hvernig lögregla hefði komist að því að Alexander Máni hefði verið með hníf inni á Bankastræti Club. „Það var ljóst strax í upphafi þegar myndbandið var skoðað að maður hélt á hníf þegar hann gekk inn á Bankastræti Club, það var ekki ljóst hver var á bak við grímuna. Það varð fljótt ljóst að það var Alexander Máni.“ Þá sagði Ómar að Alexander Máni hefði gengist við því að hafa verið með hníf umrætt kvöld og spurði hvort rannsókn hefði verið hætt á þeim tímapunkti. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun,“ sagði lögreglumaðurinn. Ómar velti sömu spurningu upp þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Dómari bað verjendur um að vera kurteisir Þá spurði Ómar lögreglumanninn hvort hann gæti útilokað það að fleiri en Alexander Máni hafi verið með hníf inni í svokölluðu VIP-herbergi á staðnum, þar sem árásin var framin. Lögreglumaðurinn sagðit geta fullyrt að Alexander Máni hafi verið sá eini með hníf. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ muldraði Ómar þá lágt. Dómari spurði hann þá hvað hann hefði sagt. „Ég sagði að ég vissi ekki að hann væri alvitur, en ég dreg það til baka.“ Dómari sagði það gott og bað verjendur, og verjanda, um að vera kurteisir. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Sjá meira
Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig rannsóknin fór fram eftir að hann tók við stjórn hennar þegar hann mætti til vinnu föstudaginn 18. nóvember árið 2022. Hann sagði að áherslan hafi verið á að greina myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum, bæði á Bankastræti Club sem og á öðrum stöðum, einna helst Dubliner og Paloma. Þar höfðu árásarmennirnir safnast saman áður en þeir lögðust til atlögu. Hann sagði að mikill fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefði komið að málinu og teymi stofnuð utan um hvern anga rannsóknarinnar. Sáu bara einn hníf Lögregluþjónninn sagði að við ítarlega greiningu á upptökum frá Bankastræti Club hafi aðeins einn hnífur sést. „Hvergi nokkurs staðar í myndbandinu eða í ferlinu, sjáum við fleiri en einn hníf. Vissulega reyndum við eftir fremsta megni að greina öll vopn en við urðum ekki vör við fleiri hnífa,“ sagði hann. Hins vegar hafi sést ein kylfa, eitt vasaljós og stunguvesti. Þá segir hann að lögreglan hafi varið miklu púðri í leit að umræddum hníf, sem sakborningurinn Alexander Máni Björnsson gekkst við að hafa verið með. Hann hafi sagst hafa hent hnífnum í ótilgreinda ruslatunnu. „Okkur langaði mikið að finna þennan hníf, lögðum mikla vinnu í það, meðal annars að sjá hann betur á myndbandinu. Það var ekki hægt að þysja inn á hann, var alltaf það grófkornóttur að við sáum ekki hvernig hnífurinn var.“ Hnífurinn hefur enn ekki fundist. Telja næsta víst að Alexander Máni hafi stungið alla þrjá Líkt og greint hefur verið frá hefur Alexander Máni Björnsson játað að hafa stunguð tvo brotaþola málsins en ekki þann þriðja. Þá neitar hann að hafa reynt að verða mönnunum tveimur að bana. Við skýrslutöku á mánudaginn sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið brotaþolann Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ „Við skoðuðum það og reyndum að vinna myndbandið eins vel og við gátum varðandi snertingu þeirra á milli, Eina snertingin sem varð til þess að hann féll niður var þegar hann rakst í Alexander Mána, niðurstaðan var sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að Alexander Máni hefði stungið Lúkas,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun“ Þá var komið að Ómari R. Valdimarssyni, verjanda Alexanders Mána, að spyrja lögreglumanninn spjörunum úr. Hann spurði út í það hvernig lögregla hefði komist að því að Alexander Máni hefði verið með hníf inni á Bankastræti Club. „Það var ljóst strax í upphafi þegar myndbandið var skoðað að maður hélt á hníf þegar hann gekk inn á Bankastræti Club, það var ekki ljóst hver var á bak við grímuna. Það varð fljótt ljóst að það var Alexander Máni.“ Þá sagði Ómar að Alexander Máni hefði gengist við því að hafa verið með hníf umrætt kvöld og spurði hvort rannsókn hefði verið hætt á þeim tímapunkti. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun,“ sagði lögreglumaðurinn. Ómar velti sömu spurningu upp þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Dómari bað verjendur um að vera kurteisir Þá spurði Ómar lögreglumanninn hvort hann gæti útilokað það að fleiri en Alexander Máni hafi verið með hníf inni í svokölluðu VIP-herbergi á staðnum, þar sem árásin var framin. Lögreglumaðurinn sagðit geta fullyrt að Alexander Máni hafi verið sá eini með hníf. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ muldraði Ómar þá lágt. Dómari spurði hann þá hvað hann hefði sagt. „Ég sagði að ég vissi ekki að hann væri alvitur, en ég dreg það til baka.“ Dómari sagði það gott og bað verjendur, og verjanda, um að vera kurteisir.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Sjá meira