Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 13:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira