Áttatíu og fimm manna samninganefnd Eflingar vill hefja viðræður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. september 2023 11:45 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fagnar því að félagsmenn hafi áhuga á að móta kröfugerð félagsins. Stöð 2/Arnar Áttatíu og fimm eru í nýrri samninganefnd Eflingar sem fundaði í fyrsta sinn í gær. Félagið ætlar að sækja krónutöluhækkanir í komandi kjaraviðræðum og formaður fagnar því að nýtt fólk sé í brúnni hjá viðsemjendum. Samninganefnd Eflingar í síðustu kjaraviðræðum var sú stærsta sem hefur verið mynduð og sú nýja gefur lítið eftir en í henni sitja áttatíu og fimm félagsmenn. Nefndin fundaði í fyrsta sinn í gærkvöldI og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður segir hana samanstanda af Eflingarfólki í fjölbreyttum störfum. „Við erum auðvitað bara glöð og ánægð að sjá að fólk vill sannarlega taka þátt í því að móta kröfugerð og fara í kjarasamninga fyrir sitt félag,“ segir Sólveig Anna. Síðasta samninganefnd Eflingar vakti mikla athygli en ný nefnd er svipuð að stærð.Vísir/Vilhelm Samningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins rennur út þann 31. janúar. „Ég mun núna strax eftir helgi senda erindi til Samtaka atvinnulífsins og óska eftir því að þau undirriti sem allra fyrst viðræðuáætlun við okkur svo við getum byrjað samtalið.“ Óhætt er að segja að síðustu viðræður hafi gengið brösulega en þáverandi ríkissáttasemjari steig til hliðar í deilunni eftir að hafa lagt fram umdeilda miðlunartillögu sem rataði fyrir dómstóla. Nýskipaður ríkissáttasemjari lagði síðar fram aðra miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt. Sólveig vonar að þessar viðræður þróist á annan hátt og að félög innan Alþýðusambandsins geti einnig sameinast um samninga í þágu tekjulágra. „Ég vona líka að Alþýðusambandið geti líka sameinast um það að sækja fram á ríkið með kröfur um að lífskjörum fólks sem þjáist á leigumarkaði verði lyft upp. Svo vona ég auðvitað að Samtök atvinnulífsins komi fram með öðrum hætti og hef fulla trú á að það gerist.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir mun nú í fyrsta sinn koma að viðræðunum fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins en Halldór Benjamín Þorbergsson lét af störfum í vor. Sólveig kveðst ánægð með mannabreytingar hjá ríkissáttasemjara og samtökunum. „Ég er afskaplega glöð með að sjá ný andlit á báðum þessum stöðum,“ segir Sólveig. Efling muni fara fram á krónutöluhækkanir og langtímasamning. „Og við setjum fram kröfu um að stjórnvöld bregðist við þeirri húsnæðiskrísu sem er að rústa lífi félagsfólks Eflingar á hverjum degi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Samninganefnd Eflingar í síðustu kjaraviðræðum var sú stærsta sem hefur verið mynduð og sú nýja gefur lítið eftir en í henni sitja áttatíu og fimm félagsmenn. Nefndin fundaði í fyrsta sinn í gærkvöldI og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður segir hana samanstanda af Eflingarfólki í fjölbreyttum störfum. „Við erum auðvitað bara glöð og ánægð að sjá að fólk vill sannarlega taka þátt í því að móta kröfugerð og fara í kjarasamninga fyrir sitt félag,“ segir Sólveig Anna. Síðasta samninganefnd Eflingar vakti mikla athygli en ný nefnd er svipuð að stærð.Vísir/Vilhelm Samningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins rennur út þann 31. janúar. „Ég mun núna strax eftir helgi senda erindi til Samtaka atvinnulífsins og óska eftir því að þau undirriti sem allra fyrst viðræðuáætlun við okkur svo við getum byrjað samtalið.“ Óhætt er að segja að síðustu viðræður hafi gengið brösulega en þáverandi ríkissáttasemjari steig til hliðar í deilunni eftir að hafa lagt fram umdeilda miðlunartillögu sem rataði fyrir dómstóla. Nýskipaður ríkissáttasemjari lagði síðar fram aðra miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt. Sólveig vonar að þessar viðræður þróist á annan hátt og að félög innan Alþýðusambandsins geti einnig sameinast um samninga í þágu tekjulágra. „Ég vona líka að Alþýðusambandið geti líka sameinast um það að sækja fram á ríkið með kröfur um að lífskjörum fólks sem þjáist á leigumarkaði verði lyft upp. Svo vona ég auðvitað að Samtök atvinnulífsins komi fram með öðrum hætti og hef fulla trú á að það gerist.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir mun nú í fyrsta sinn koma að viðræðunum fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins en Halldór Benjamín Þorbergsson lét af störfum í vor. Sólveig kveðst ánægð með mannabreytingar hjá ríkissáttasemjara og samtökunum. „Ég er afskaplega glöð með að sjá ný andlit á báðum þessum stöðum,“ segir Sólveig. Efling muni fara fram á krónutöluhækkanir og langtímasamning. „Og við setjum fram kröfu um að stjórnvöld bregðist við þeirri húsnæðiskrísu sem er að rústa lífi félagsfólks Eflingar á hverjum degi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira