Lífið

Birkir Bjarna og Sophie Gor­don eiga von á barni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Parið á von á erfingja í mars á næsta ári.
Parið á von á erfingja í mars á næsta ári. INSTAGRAM/@GORDONSOPHIE

Knatt­spyrnu­maðurinn Birkir Bjarna­son og franska fyrir­sætan Sophie Gor­don eiga von á barni saman. Parið til­kynnir þetta með pompi og prakt á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Þau Birkir og Sophie búa saman á Ítalíu þar sem Birkir spilar nú með knatt­spyrnu­liðinu Brescia. Birkir hefur raunar leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils en hann er leikja­hæsti lands­liðs­maður Ís­lands.

Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið og hafa þau bæði ferðast og búið víða saman, meðal annars í Tyrk­landi, þar sem þau bjuggu um tveggja ára skeið þar til um mitt þetta ár. Þá lýsti Sophie því yfir að sig langaði að flytja eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir landið.

Þá vakti það mikla at­hygli þegar þau ferðuðust saman til Ís­lands fyrir um þremur árum síðan.

Birkir og Sophie greina frá því á Insta­gram að þau eigi von á sér í mars á næsta ári.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.