Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les fréttirnar í kvöld. 
Sindri Sindrason les fréttirnar í kvöld. 

Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Stefnt er að opnun á föstudag.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir málið og rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lýsir algjörri andstöðu við ákvörðunina.

Lögregla rannsakar líkamsárás á ráðstefnugest á vegum Samtakanna 78 sem hatursglæp. Við ræðum við formann samtakanna um málið í beinni.

Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Nýjasta þætti Kompáss verður fylgt eftir í kvöldfréttum en yfirlæknirinn segir að fylliefnin geti verið hættuleg í röngum höndum.

Þá kynnum við okkur glænýja könnun Maskínu um borgarlínuna. Samkvæmt henni hafa aldrei fleiri verið andvígir framkvæmdinni. Við fáum borgarstjóra í settið til þess að fara yfir málið.

Við ræðum einnig við unga umhverfissinna um aðlögunaráætlun stjórnvalda að loftslagsbreytingum og hittum geitabónda sem hefur sérstaklega gaman að stríðni dýranna.

Í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum fjallar Kristín Ólafsdóttir um sviplegt andlát afgreiðslumanns í Krónunni, sem hafði mikil áhrif á viðskiptavin búðarinnar og heimsækir sólargeisla sem unnið hefur á kassanum í Bónus í tólf ár

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×