Þetta segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að kerfisbilun hafi orsakað vatnsleysið í morgun.
„Athugið að það gæti verið loft í lögnum, sem þýðir að vatn rennur ekki alveg eðlilega þegar skrúfað er frá krana. Ekki fullur þrýstingur á kerfinu eins og sakir standa,“ segir í tilkynningu.