Andri jafnaði metin fyrir Lyngby snemma í síðari hálfleik eftir að heimamenn í Koge höfðu teki forystuna um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Rezan Corlu kom gestunum í Lyngby í 2-1 á 56. mínútu.
Marcus Gudmann jafnaði þó metin fyrir Koge á síðustu andartökum venjulegs leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.
Andri Lucas var aftur á skotskónum í fyrri hálfleik framlengingarinnar áður en Pascal Gregor gulltryggði sigurinn á 110. mínútu. Niðurstaðan því 4-2 sigur Lyngby sem er á leið í 16-liða úrslit á kostnað Koge.
Ásamt Andra Lucasi voru þeir Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon í byrjunarliði Lyngby, en Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi liðsins.