Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu. 

Í nýjasta þætti Kompáss er fjallað um fegrunaraðgerðir á snyrtistofum en í dæmi konunnar var um meðferðaraðila að ræða sem sprautaði hana með efni sem hann hefur enga heimild til að nota. 

Þá fjöllum við um nýja Þjóðhagsspá Íslandsbanka sem birtist í morgun en nú hægist á hagvexti, verðbólgan fer minnkandi og stýrivextir munu ná hámarki fyrir árslok, gangi spáin eftir.

Einnig segjum við frá deilu um vörumerkið Icelandia en eigandi fyrirtækis með þessu nafni sakar forsvarsmenn Kynnisferða um að hafa stolið nafninu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.