Engillinn á afgreiðslukassanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2023 10:31 Viktor Ólason skrifaði minningargrein um Jóhannes Sævar Ársælsson, Jóa, sem stóð vaktina í Krónunni í Flatahrauni með bros á vör. Vísir/Arnar „Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær. Klippa: Gat ekki annað en skrifað minningargreinina „Við þekktumst ekkert en samt ætla ég að fá að kalla hann vin minn,“ skrifaði Viktor um Jóa í minningargreininni sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku. „Nú vil ég með þessum fáu línum þakka þér fyrir að gera lífið betra; því ég er næsta viss um að þú hafðir sömu jákvæðu áhrifin á miklu fleiri en mig. Takk fyrir mig.“ Og minningargreinin, þó stutt og látlaus væri, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum; fangaði eflaust tilfinningar sem margir kannast við gagnvart heiðursfólki í þjónustustörfum sem verður á vegi þess í dagsins amstri. Greinina má lesa í færslunni hér fyrir neðan. Fallegasta minningargrein dagsins ❤️ pic.twitter.com/kp4QX8p1Fu— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 19, 2023 Gekk alltaf brosandi út úr búðinni „Það hafa allir sem verða á vegi okkar einhver áhrif á okkur,“ sagði Viktor í Íslandi í dag í gær. „Þetta var samt ótrúleg tilfinning. Ég sá minningargreinar um hann í blaðinu og þá kviknaði þessi þörf til að skrifa þetta.“ Og hún hefur ekkert kviknað áður? „Nei, ég er enginn rithöfundur. Ég er ekkert ljóðskáld. Þetta kom og ég bara varð að gera þetta. Maður labbaði alltaf brosandi út, hann var svona eins og félagi. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét maðurinn, fyrr en ég sá minningargreinina. Og ég hugsaði að hann hafi hjálpað mér að verða betri maður, þó hann hafi ekki vitað af því. Og örugglega fleiri.“ Brot úr Ísland í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér efst í fréttinni. Í þættinum leggjum við einnig leið okkar í Bónus í Holtagörðum og hittum Amöndu Rós Zhang afgreiðslukonu sem þekkt er fyrir líflega framkomu og ljúft viðmót. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Verslun Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Klippa: Gat ekki annað en skrifað minningargreinina „Við þekktumst ekkert en samt ætla ég að fá að kalla hann vin minn,“ skrifaði Viktor um Jóa í minningargreininni sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku. „Nú vil ég með þessum fáu línum þakka þér fyrir að gera lífið betra; því ég er næsta viss um að þú hafðir sömu jákvæðu áhrifin á miklu fleiri en mig. Takk fyrir mig.“ Og minningargreinin, þó stutt og látlaus væri, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum; fangaði eflaust tilfinningar sem margir kannast við gagnvart heiðursfólki í þjónustustörfum sem verður á vegi þess í dagsins amstri. Greinina má lesa í færslunni hér fyrir neðan. Fallegasta minningargrein dagsins ❤️ pic.twitter.com/kp4QX8p1Fu— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 19, 2023 Gekk alltaf brosandi út úr búðinni „Það hafa allir sem verða á vegi okkar einhver áhrif á okkur,“ sagði Viktor í Íslandi í dag í gær. „Þetta var samt ótrúleg tilfinning. Ég sá minningargreinar um hann í blaðinu og þá kviknaði þessi þörf til að skrifa þetta.“ Og hún hefur ekkert kviknað áður? „Nei, ég er enginn rithöfundur. Ég er ekkert ljóðskáld. Þetta kom og ég bara varð að gera þetta. Maður labbaði alltaf brosandi út, hann var svona eins og félagi. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét maðurinn, fyrr en ég sá minningargreinina. Og ég hugsaði að hann hafi hjálpað mér að verða betri maður, þó hann hafi ekki vitað af því. Og örugglega fleiri.“ Brot úr Ísland í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér efst í fréttinni. Í þættinum leggjum við einnig leið okkar í Bónus í Holtagörðum og hittum Amöndu Rós Zhang afgreiðslukonu sem þekkt er fyrir líflega framkomu og ljúft viðmót. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Verslun Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira