Innlent

Vega­bréf er­lendra ein­stak­linga fundust í rusli veitinga­staðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Munirnir sem fundust í ruslinu voru erlend vegabréf.
Munirnir sem fundust í ruslinu voru erlend vegabréf. Getty

Vísir greindi frá því í morgun að tvær tilkynningar hefðu borist lögreglu í gærkvöldi eða nótt um „muni“ sem hefðu fundist í miðborginni; annars vegar í rusli veitingastaðar og hins vegar fyrir utan hótel.

Engar frekari skýringar voru gefnar á því um hvers konar muni var að ræða en fréttastofa setti sig í samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og fékk þær upplýsingar að munirnir sem fundust í ruslinu hefðu verið vegabréf erlendra einstaklinga.

Lögregla sagði ómögulegt að segja til um það hvort vegabréfin hefðu týnst eða hvort þeim hefði verið stolið en hið síðarnefnda væri ekki síður líklegt. Vegabréfunum yrði komið til skila í gegnum alþjóðasamstarf lögreglu eða til viðkomandi sendiráða.

Munurinn sem fannst við hótelið var reiðhjól. Reynt verður að hafa upp á eiganda þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×