Innlent

Til­kynnt um fundna „muni“ á tveimur stöðum í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það fylgir ekki sögunni um hvers konar „muni“ var að ræða.
Það fylgir ekki sögunni um hvers konar „muni“ var að ræða. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að „munir“ fundust fyrir utan hótel og í sorpi á veitingastað í miðborginni.

Í yfirliti frá lögreglu yfir verkefni næturinnar er þó engar frekari upplýsingar að finna um það hvað var að ræða.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um innbrot í geymslur í miðborginni, slagsmál í póstnúmerinu 105 og stolið reiðhjól í póstnúmerinu 103. Þá var einstakling vísað út af veitingastað í miðborginni og tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi í póstnúmerinu 112.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×