Innlent

Nýttu sér for­kaups­rétt á einu elsta húsinu á Þing­völlum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá húsinu er ágætt útsýni yfir Þingvallavatn.
Frá húsinu er ágætt útsýni yfir Þingvallavatn. Vísir/Vilhelm

Þingvallanefnd ákvað í vor að nýta sér forkaupsrétt á sumarbústað við Valhallarstíg og greiddi 40 milljónir króna fyrir húsið. Skoðað verður að vera með rekstur í húsinu.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þar segir að málið hafi verið tekið fyrir í tveimur ráðuneytum; fjármála- og efnahagsráðuneytinu annars vegar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu hins vegar. 

Húsið stendur um það bil 500 metrum sunnan við staðinn þar sem Valhöll stóð áður og til stendur að kanna möguleikann á því að nýta það með einhverjum hætti.

„Húsið er mjög ná­lægt þing­helg­inni og við vilj­um skoða alla mögu­leika. Hægt væri að nýta húsið fyr­ir gesti þjóðgarðsins eða fjar­lægja húsið,“ seg­ir Ein­ar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður og framkvæmdastjóri Þingvallanefndar í samtali við blaðið.

Mögulega væri hægt að reka veitingastað eða „snoturt kaffihús“ í húsinu.

Húsið er meðal elstu húsa innan þjóðgarðsins og var í eigu Steindórs Einarssonar, eiganda Bifreiðastöðvar Steindórs. Það voru afkomendur hans sem seldu Þingvallanefnd húsið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×