Bæjarstjóri áhyggjufullur yfir fyrsta viðbragði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2023 15:03 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri, sem hefur áhyggjur af fyrsta viðbragði í sveitarfélaginu ef eitthvað stórt kemur upp á til dæmis, sem tengist ferðamönnum. Hann fórnar höndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að fyrsta viðbragð eins og heilbrigðiskerfið og löggæsla hafa ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu. Margir af þekktustu ferðamannastöðum landsins eru í Sveitarfélaginu Hornafirði og nægir þar til dæmis að nefna Skaftafell, Jökulsárlón og svo alla jöklana. Á sama tíma og mikill fjöldi ferðamanna heimsækir allar náttúruperlurnar í Hornafirði hefur Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri áhyggjur af stöðu mála þegar kemur af öryggisinnviðum ef eitthvað stórt gerist, ekki síst hvað varðar heilbrigðiskerfið og löggæslu. En hvað á Sigurjón nákvæmlega við? „Við erum með til dæmis með heilbrigðisstofnun hér, sem er þriggja lækna stöð, sem miðast við 2.500 íbúa eða svo en á hverri einustu nóttu sofa 2.500 ferðamenn bara á gististöðum og hótelum hérna í sveitarfélaginu. Þá er ótalið þeir, sem eru á eigin vegum og eru til dæmis í ferðavögnum eða tjöldum. Og þá er íbúafjöldinn orðin mun meira en tvöfaldur og síðan er þá ótalið allur sá fjöldi, sem heimsækir okkur eða keyrir í gengum sveitarfélagið,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að hver heilvita maður sjái að fámennt heilbrigðiskerfi ráði ekki við stöðuna gerist eitthvað stórt.Þá sé sama staða uppi hvað varðar fyrsta viðbragð hjá lögreglu, slökkviliði eða björgunarsveit. „Það er um langan veg að fara hjá okkur þegar einn atburður gerist og þá er viðbragðið orðið laskað á öðrum stað,“ segir Sigurjón um leið og hann vekur athygli á því að vinsælasti ferðamannastaðurinn í Sveitarfélaginu Hornafirði sé Jökulsárlón á Breiðamerkursandi en þar munu kom vel yfir milljón ferðamenn á þessu ári og því sé mikilvægt að fyrsta viðbragð þar eins og á öðrum ferðamannastöðum í sveitarfélaginu verði alltaf gott. Yfir ein milljón ferðamanna munu heimsækja Jökulsárlón á Breiðamerkursand í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Margir af þekktustu ferðamannastöðum landsins eru í Sveitarfélaginu Hornafirði og nægir þar til dæmis að nefna Skaftafell, Jökulsárlón og svo alla jöklana. Á sama tíma og mikill fjöldi ferðamanna heimsækir allar náttúruperlurnar í Hornafirði hefur Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri áhyggjur af stöðu mála þegar kemur af öryggisinnviðum ef eitthvað stórt gerist, ekki síst hvað varðar heilbrigðiskerfið og löggæslu. En hvað á Sigurjón nákvæmlega við? „Við erum með til dæmis með heilbrigðisstofnun hér, sem er þriggja lækna stöð, sem miðast við 2.500 íbúa eða svo en á hverri einustu nóttu sofa 2.500 ferðamenn bara á gististöðum og hótelum hérna í sveitarfélaginu. Þá er ótalið þeir, sem eru á eigin vegum og eru til dæmis í ferðavögnum eða tjöldum. Og þá er íbúafjöldinn orðin mun meira en tvöfaldur og síðan er þá ótalið allur sá fjöldi, sem heimsækir okkur eða keyrir í gengum sveitarfélagið,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að hver heilvita maður sjái að fámennt heilbrigðiskerfi ráði ekki við stöðuna gerist eitthvað stórt.Þá sé sama staða uppi hvað varðar fyrsta viðbragð hjá lögreglu, slökkviliði eða björgunarsveit. „Það er um langan veg að fara hjá okkur þegar einn atburður gerist og þá er viðbragðið orðið laskað á öðrum stað,“ segir Sigurjón um leið og hann vekur athygli á því að vinsælasti ferðamannastaðurinn í Sveitarfélaginu Hornafirði sé Jökulsárlón á Breiðamerkursandi en þar munu kom vel yfir milljón ferðamenn á þessu ári og því sé mikilvægt að fyrsta viðbragð þar eins og á öðrum ferðamannastöðum í sveitarfélaginu verði alltaf gott. Yfir ein milljón ferðamanna munu heimsækja Jökulsárlón á Breiðamerkursand í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira