Innlent

Með sitt eigið gróðurhús á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Íbúar hjúkrunarheimilisins ráða sér vart yfir kæti með gróðurhúsið og ræktunina þar inni. Hér eru þrjár af konunum með Sylvíu iðjuþjálfa.
Íbúar hjúkrunarheimilisins ráða sér vart yfir kæti með gróðurhúsið og ræktunina þar inni. Hér eru þrjár af konunum með Sylvíu iðjuþjálfa. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði ræður sér ekki af kæti eftir að þau fengu gróðurhús við heimilið þar sem þau ræktar allskonar gómsætt grænmeti.

Hornbrekka er hjúkrunarheimili í Fjallabyggð þar sem fer mjög vel um heimilismenn, sem er um tuttugu. Hópurinn er til dæmis duglegur að koma saman og spila boccia með Sylvíu iðjuþjálfara heimilisins en toppurinn er þó nýja gróðurhúsið fyrir utan heimilið.

Þetta eru jarðarber, gulrætur og káltegundir, hvítkál, blómkál og allskonar. Það er bara gaman að þetta skuli vera komið hér, þetta er bara reglulega gaman,” segir Sigurður Guðmundsson Ólafsfirðingur og íbúi á Hornbrekku.

Sigurður er mjög ánægður á Hornbrekku en hann er með elstu íbúum heimilisins, 92 ára

„Já, þetta er reglulega gott heimili, alveg sérlega gott. Það er stjanað við okkur og við höfum það reglulega gott hérna,” bætir Sigurður við.

Ertu skotin í konunum?

„Ég hef nú alltaf verið svolítið veikur fyrir þeim,” segir hann og skellihlær.

Sigurður er mjög ánægður á Hornbrekku en hann er með elstu íbúum heimilisins, 92 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Sérðu hérna kálið hvað þetta er flott. Maður má víst borða þetta allt saman,” segir Halla Gísladóttir Suðurnesjamaður og íbúi á Hornbrekku þegar hún sýnir fréttamanni kálið í gróðurhúsinu.

Ertu ekki ánægð á þessu heimili?

„Jú, það er voða, voða gott að vera hérna, mjög svo gott.”

Mjög vel er hugsað um íbúa á Hornbrekku á Ólafsfirði enda líður þeim mjög vel þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er hrikalega ánægð með þetta. Það er mikill munur að fá svona gróðurhús. Líka bara að koma inn í húsið og finna lyktina, fá aðeins mold á hendina, þetta er algjörlega yndislegt,” segir Sylvía Halldórsdóttir iðjuþjálfi á Hornbrekku.

Sylvía Halldórsdóttir iðjuþjálfi á Hornbrekku, sem er alsæl með nýja gróðurhúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×