Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan 18:30 í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir klukkan 18:30 í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum fjöllum við um rafbyssur sem lögreglan mun brátt taka í notkun. Undirbúningur stendur nú yfir undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og við heyrum í lögreglukonu sem lýsir því hvernig er að fá rafstraum úr slíku vopni. Hún segir alveg nóg að prófa það bara einu sinni.

Hvað kostar hamingjan? Hvers vegna Íslendingar minna hamingjusamir en áður og hvers vegna hrakar andlegri heilsu þjóðarinnar? Við heyrum í sérfræðingi og tökum púlsinn á landanum.

Svo heyrum við fagnaðarlæti í sýslumönnum, sem eru mikið glaðir með ákvörðun dómsmálaráðherra um að falla frá sameiningu sýslumannsembætta. Þar skipti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra um kúrs sem forveri hennar og samflokksmaður Jón Gunnarsson var á.

Við skoðum einnig mál eldri borgara í Árbæ sem eru uggandi um félagsmiðstöð sína og skiptum svo yfir í grín, glens og uppistand með frábærum listamönnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×