„Tónlistin mín er alltaf tilraunakennd“ Íris Hauksdóttir skrifar 29. september 2023 14:01 Ingibjörg Friðriksdóttir eða Inki gaf út sitt fyrsta lag á íslensku. Olivia Synnervik Söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki eins og hún kallar sig, gaf nýverið út lagið Svífa. Þetta er í fyrsta sinn sem hún semur á íslensku. Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum. Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum.
Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira