Munaði um hvern mann í björgunaraðgerðum gærkvöldsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2023 13:16 Betur fór en á horfðist þegar rannsóknarskip strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Aðgerðir gengu hratt og örugglega fyrir sig og segir aðgerðarstjóri að það hafi munað mikið um framlag hvers og eins. Landsbjörg Það gekk hratt og örugglega að koma rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni á flot eftir að það strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Flytja þurfti átta skipverja af tuttugu frá borði og í fjöldahjálparstöð á Tálknafirði. Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári. Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári.
Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56
Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00