Innlent

Rann­­­sóknar­­­skip Haf­ró strand í Tálkna­­­firði

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slysavarnafélagið Landsbjörg er á vettvangi.
Slysavarnafélagið Landsbjörg er á vettvangi. Landsbjörg

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar.

„Það eru tuttugu manns um borð í Bjarna þannig að það er alla vega gert ráð fyrir því að fækka til öryggis þarna um borð, það er að segja að færa að minnsta kosti átta manns frá borði,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Björgunarsveitir frá Patreksfirði og úr Tálknafirði komu til aðstoðar.

Hann segir að björgunarskipin frá Landsbjörgu og önnur skip í grenndinni hafi verið kölluð út þegar útkallið barst Landhelgisgæslunni klukkan 21.15.  Fínt veður sé á svæðinu, hægviðri og enginn hafi slasast.

Ásgeir kveðst ekki hafa upplýsingar um hvað hafi gerst nákvæmlega. Hægt er að skoða aðdragandann á vefsíðunni Marine Traffic.

Uppfært klukkan 23:05:

Átta eru komnir frá borði og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni vestur.

„[Þyrlan] verður til taks þar til vonar og vara. Það er verið að bíða og sjá hvað gerist á flóði klukkan ellefu, hvort að skipið komist á flot og hvort það sé hreinlega hægt að koma því fyrir þarna við bryggju,“ segir Ásgeir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×