Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 10:38 Kristján Loftsson sagðist í viðtali við fréttastofu í gær ætla að sækja um áframhaldandi heimild til hvalveiða þegar núgildandi heimild rennur út um áramótin. Vísir/Vilhelm Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. Vika er liðin síðan Matvælastofnun setti annað af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. í straff vegna þess að um hálftíma hafði tekið að aflífa fyrsta hval vertíðarinnar þann 7. september. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hefur sagt að óhapp hafi orðið til þess að ekki var unnt að skjóta hvalinn í annað skipti fyrr en að þeim tíma liðnum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun síðdegis í gær kom fram að Hvalur 8 mætti halda aftur til veiða að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að skotæfing færi fram á sjó þar sem sýnt yrði fram á hæfni skyttu og hins vegar uppfærsla á verklagsreglum miðað við athugasemdir Fiskistofu og Matvælastofnunar. Kristján Loftsson sagði í stuttu samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því að uppfylla þessar kröfur. Hann vonist til þess að það takist í dag. Hann segir veður ágætt til veiða og Hvalur 9 hafi lagt úr höfn seinni partinn í gær. Á tíunda tímanum í morgun var ekki búið að veiða langreyði. Hann segir veðrið líta ágætlega út fram að helgi en svo sé aftur bræla í kortunum. Kristján sagði í viðtali við fréttastofu í gær lítið eftir af vertíðinni. Aðeins náist að veiða brot af kvótanum sem telur 160 dýr. Viðtalið má sjá í heild að neðan. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Vika er liðin síðan Matvælastofnun setti annað af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. í straff vegna þess að um hálftíma hafði tekið að aflífa fyrsta hval vertíðarinnar þann 7. september. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hefur sagt að óhapp hafi orðið til þess að ekki var unnt að skjóta hvalinn í annað skipti fyrr en að þeim tíma liðnum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun síðdegis í gær kom fram að Hvalur 8 mætti halda aftur til veiða að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að skotæfing færi fram á sjó þar sem sýnt yrði fram á hæfni skyttu og hins vegar uppfærsla á verklagsreglum miðað við athugasemdir Fiskistofu og Matvælastofnunar. Kristján Loftsson sagði í stuttu samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því að uppfylla þessar kröfur. Hann vonist til þess að það takist í dag. Hann segir veður ágætt til veiða og Hvalur 9 hafi lagt úr höfn seinni partinn í gær. Á tíunda tímanum í morgun var ekki búið að veiða langreyði. Hann segir veðrið líta ágætlega út fram að helgi en svo sé aftur bræla í kortunum. Kristján sagði í viðtali við fréttastofu í gær lítið eftir af vertíðinni. Aðeins náist að veiða brot af kvótanum sem telur 160 dýr. Viðtalið má sjá í heild að neðan.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02