Innlent

Óvissustigi aflýst á Austfjörðum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020.
Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Vísir/Egill

Óvissustigi almannavarna hefur verið aflýst á Austurlandi. Ríkislögreglustjóri ákvað þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.

Miklar rigningar hafa verið á Austurlandi síðustu daga, sem varð til þess að hættustigi var lýst yfir vegna hættu á aurskiriðum. Síðan var hættustiginu breytt yfir í óvissustig.

Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði á mánudag, en fyrr í dag var öllum rýmingunum aflétt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×