Lífið

Hundrað milljóna króna útsýnisíbúð í Fellunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arinn, yfirbyggðar svalir og stórbrotið útsýni.
Arinn, yfirbyggðar svalir og stórbrotið útsýni. Fasteignaljósmyndun

Við Asparfell 6 í Breiðholti er stórglæsileg 220 fermetra útsýnisíbúð til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 97,7 milljónir. 

Um er að ræða fimm herbergja íbúð á efstu hæð í stóru lyftuhúsi sem var byggt árið 1973. 

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að íbúðin skiptist í fjögur svefnherbergi, stórt og rúmgott alrými þar sem stofa, borðstofa og eldhús mætast, tvö baðherbergi og þvottahús. Í miðju alrýminu er tignarlegur arinn sem gefur íbúðinni ákveðinn sjarma.

Útgengt er úr stofu á 70 fermetra þaksvalir sem eru yfirbyggðar að hluta. Auk þess fylgir 25,5 fermetra bílskúr.

Íbúðin hefur verið endurnýjuð að hluta til.Fasteignaljósmyndun
Arininn er í miðju alrými íbúðarinnar.Fasteignaljósmyndun
Stofan er björt og opin.Fasteignaljósmyndun
Eldhúsinnréttingin er rúmgóð með góðu skápaplássi.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
70 fermetra þaksvalir eru yfirbyggðar að hluta.Fasteignaljósmyndun
Borðstofan er búin afar smart og veglegu borðstofuborði sem rúmar marga.Fasteignaljósmyndun
Fjögur svefnherbergi eru í eigninni.Fasteignaljósmyndun
Húsvarðarþjónusta og myndavélakerfi er í húsinu.Fasteignaljósmyndun
Húsið var byggt árið 1973.Fasteignaljósmyndun

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.