Lífið

Átti að skapa álf í fyrsta þættinum af Útliti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Útlit eru raunveruleikaþættir þar sem förðunarfræðingar keppa sín á milli.
Útlit eru raunveruleikaþættir þar sem förðunarfræðingar keppa sín á milli.

Í fyrsta þætti af Útliti kepptu átta hæfileikaríkir förðunarfræðingar í tveimur spennandi og krefjandi áskorunum.

Um er að ræða raunveruleikaþætti á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Hver þáttur hefur sitt þema sem reynir á tækni og sköpunargáfu keppenda.

Marín Manda er umsjónarmaður þáttanna en dómarar í hverri viku eru þau Ísak Freyr og Harpa Káradóttir. Í síðasta þætti var gestadómari Silfá Auðunsdóttir.

Seinni áskorunin í fyrsta þættinum var heldur skemmtilega en þá áttu keppendur að skapa álf út frá ákveðinni sögu og eigin tilfinningum.

Hér að neðan má sjá hvernig keppendunum gekk í álfaverkefninu en töluvert stress var þegar tíminn var að renna út. 

Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ en í hverri viku fer einn keppandi heim. 

Klippa: Átti að skapa álf í fyrsta þættinum af Útliti

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.