Hættir eftir þriggja áratuga starf sem umsjónaraðili Málmeyjar Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 07:00 Páll á Geisla Sk í höfninni á Hofsósi. Páll sigldi Geisla oftar en einu sinni og oftar en tvisvar út í Málmey. Aðsend „Mér þykir mjög vænt um þessa eyju. Ég er hins vegar orðinn það slæmur til heilsunnar að það er kominn tími til að nýr maður taki við þessu hlutverki.“ Þetta segir Hartmann Páll Magnússon á Hofsósi sem látið hefur af störfum sem umsjónaraðili Málmeyjar í Skagafirði. Páll er fæddur og uppalinn í Skagafirði og verður áttræður á næsta ári. Málmey í Skagafirði. Á eyjunni er meðal annars að finna tíu metra háan vita sem sjá má til vinstri á myndinni. Hugi Ólafsson „Ég tók við þessu af Kjartani Hallgrímssyni á Tjörnum. Ég man nú ekki alveg hvaða ár þetta var en það eru ansi mörg ár síðan,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll úti í Málmey. Aðsend Starfslok Páls voru tekin fyrir á fundi byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum þar sem fram kom að sveitarstjóri hefði átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar um málið og að allir væru sammála um að auglýsa eftir nýjum umsjónarmanni. Vegagerðin kemur að málinu þar sem stofnunin fer með málefni vita landsins en einn slíkan er að finna í eynni. Páll á góðri stund.Aðsend En í hverju felst þetta hlutverk, að vera umsjónaraðili Málmeyjar? „Það er nú fyrst og fremst að fylgjast með ferðum fólks í Málmey og umgengninni þar. Passa upp á eyjuna,“ segir Páll. Málmey er stærri eyjan af tveimur í Skagafirðinum. Hin er Drangey. Getty Lagðist í eyði á sjötta áratugnum Málmey er stærri eyjan af tveimur í Skagafirðinum. Hin er Drangey. Eyjuna er að finna norðaustan við Drangey og er hún fjögurra kílómetra löng og 2,4 kílómetra breið. Á vef NAT segir að eyjan sé fremur láglend en að hæsti punkturinn sé 156 metra hár, Kaldbakur. Eyjan var í byggð lengst fram undir 1950 en eftir að bærinn sem þar stóð brann lagðist eyjan í eyði. Þegar bærinn brann bjuggu fjórtán manns í bænum og þar af tíu börn. Páll á leið út í Málmey.Aðsend Páll segist hafa um árabil boðið upp á ferðir frá Hofsósi og út í eyju, en siglingin tekur um hálftíma. „Það er ýmislegt hægt að gera þarna. Það er hægt að ganga um, skoða gömlu bæjarrústirnar, en grunnurinn er þarna enn þá. Svo er fjárhús aðeins neðar þar sem hægt er að leita skjóls, gamall brunnur og eftirstöðvar saltverkunar,“ segir Páll. Í eyjunni er sömuleiðis að finna tíu metra háan vita sem byggður var árið 1937. Drösluðu hjólhýsi upp á eyju Páll segir að sér þyki mjög vænt um Málmey og að það sé mjög gaman að fara þangað. Páll og félagar hans drösluðu eitt sinn hjólhýsi út í eyju og nýttu það sem athvarf. Aðsend „Við vorum dugleg að fara í eggjatöku á vorin, en mikið er um fýlsegg þarna. Björgunarsveitin leitaði þangað líka og seldi svo eggin í fjáröflunarskyni. Oft vorum við yfir heila nótt þar sem við lágum í laut þarna niðurfrá, þar sem uppgangan er fyrir utan vitann. Um tíma var ég líka með hjólhýsi úti í eyjunni. Kom því upp á níunda áratugnum þar sem björgunarsveitarmenn og fleiri vaskir menn hjálpuðu mér að koma því upp. Við notuðum það þegar við vorum í eggjatöku og að háfa lunda,“ segir Páll. Páll á lundaveiðum í Málmey.Aðsend Aðspurður um hvaða ráð Páll sé með til arftakans segir hann málið einfaldlega vera að hugsa vel um eyjuna. „Að tryggja að vel sé gengið um eyjuna og tryggja að hann sé látinn vita þegar fólk leggi leið sína þangað. Það er mikilvægt að einhver viti um allar ferðir út í Málmey,“ segir Páll. Páll á leiðinni út í Málmey.Aðsend Páll Magnússon. Aðsend Samningurinn frá 1994.Aðsend Skagafjörður Eldri borgarar Umhverfismál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta segir Hartmann Páll Magnússon á Hofsósi sem látið hefur af störfum sem umsjónaraðili Málmeyjar í Skagafirði. Páll er fæddur og uppalinn í Skagafirði og verður áttræður á næsta ári. Málmey í Skagafirði. Á eyjunni er meðal annars að finna tíu metra háan vita sem sjá má til vinstri á myndinni. Hugi Ólafsson „Ég tók við þessu af Kjartani Hallgrímssyni á Tjörnum. Ég man nú ekki alveg hvaða ár þetta var en það eru ansi mörg ár síðan,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll úti í Málmey. Aðsend Starfslok Páls voru tekin fyrir á fundi byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum þar sem fram kom að sveitarstjóri hefði átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar um málið og að allir væru sammála um að auglýsa eftir nýjum umsjónarmanni. Vegagerðin kemur að málinu þar sem stofnunin fer með málefni vita landsins en einn slíkan er að finna í eynni. Páll á góðri stund.Aðsend En í hverju felst þetta hlutverk, að vera umsjónaraðili Málmeyjar? „Það er nú fyrst og fremst að fylgjast með ferðum fólks í Málmey og umgengninni þar. Passa upp á eyjuna,“ segir Páll. Málmey er stærri eyjan af tveimur í Skagafirðinum. Hin er Drangey. Getty Lagðist í eyði á sjötta áratugnum Málmey er stærri eyjan af tveimur í Skagafirðinum. Hin er Drangey. Eyjuna er að finna norðaustan við Drangey og er hún fjögurra kílómetra löng og 2,4 kílómetra breið. Á vef NAT segir að eyjan sé fremur láglend en að hæsti punkturinn sé 156 metra hár, Kaldbakur. Eyjan var í byggð lengst fram undir 1950 en eftir að bærinn sem þar stóð brann lagðist eyjan í eyði. Þegar bærinn brann bjuggu fjórtán manns í bænum og þar af tíu börn. Páll á leið út í Málmey.Aðsend Páll segist hafa um árabil boðið upp á ferðir frá Hofsósi og út í eyju, en siglingin tekur um hálftíma. „Það er ýmislegt hægt að gera þarna. Það er hægt að ganga um, skoða gömlu bæjarrústirnar, en grunnurinn er þarna enn þá. Svo er fjárhús aðeins neðar þar sem hægt er að leita skjóls, gamall brunnur og eftirstöðvar saltverkunar,“ segir Páll. Í eyjunni er sömuleiðis að finna tíu metra háan vita sem byggður var árið 1937. Drösluðu hjólhýsi upp á eyju Páll segir að sér þyki mjög vænt um Málmey og að það sé mjög gaman að fara þangað. Páll og félagar hans drösluðu eitt sinn hjólhýsi út í eyju og nýttu það sem athvarf. Aðsend „Við vorum dugleg að fara í eggjatöku á vorin, en mikið er um fýlsegg þarna. Björgunarsveitin leitaði þangað líka og seldi svo eggin í fjáröflunarskyni. Oft vorum við yfir heila nótt þar sem við lágum í laut þarna niðurfrá, þar sem uppgangan er fyrir utan vitann. Um tíma var ég líka með hjólhýsi úti í eyjunni. Kom því upp á níunda áratugnum þar sem björgunarsveitarmenn og fleiri vaskir menn hjálpuðu mér að koma því upp. Við notuðum það þegar við vorum í eggjatöku og að háfa lunda,“ segir Páll. Páll á lundaveiðum í Málmey.Aðsend Aðspurður um hvaða ráð Páll sé með til arftakans segir hann málið einfaldlega vera að hugsa vel um eyjuna. „Að tryggja að vel sé gengið um eyjuna og tryggja að hann sé látinn vita þegar fólk leggi leið sína þangað. Það er mikilvægt að einhver viti um allar ferðir út í Málmey,“ segir Páll. Páll á leiðinni út í Málmey.Aðsend Páll Magnússon. Aðsend Samningurinn frá 1994.Aðsend
Skagafjörður Eldri borgarar Umhverfismál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira