Innlent

Bein út­sending: Fyrsta skemmti­ferða­skipið land­tengt við raf­magn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skemmtiferðaskip hafa verið tíðir gestir í Sundahöfn.
Skemmtiferðaskip hafa verið tíðir gestir í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm

Þau tímamót verða í dag að fyrsta skemmtiferðaskipið verður landtengt við rafmagn í Reykjavík. Vísir fylgist með gangi mála.

Hurtigruten Expeditions er fyrsta útgerð skemmtiferðaskipa sem fær landtengingu rafmagns í Reykjavík. Landtenging á Faxagarði er enn einn áfangi í þeirri vegferð að landtengja þau skip er leggjast að bryggju í Faxaflóahöfnum.

Dagskrá

• 13:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna, mun bjóða gesti velkomna og kynna Gunnar Tryggvason, Hafnarstjóri Faxaflóahafna

• 13:05 Gunnar Tryggvason, Hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir frá nýju landtengingunni og býður Sigurði Inga Jóhannssyni að vígja landtenginguna

• 13:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, Innviðaráðherra tekur til máls og vígir nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð

• 13:15 Gunnar Tryggvason, Hafnarstjóri Faxaflóahafna sýnir Innviðaráðherra og viðstöddum gestum búnaðinn og útskýrir tæknilegu hliðina á framkvæmdinni við landtengingar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×