Innlent

Fundaði með Guter­res

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Antonio Guterres í New York í gær.
Katrín Jakobsdóttir og Antonio Guterres í New York í gær. Sameinuðu þjóðirnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti tvíhliða með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

Á fundinum ræddu þau meðal annars um velsældarhagkerfin og -mælikvarða og hvernig velsældarnálgunin geti stutt við að ná markmiðum í loftslagsmálum vinnu við heimsmarkmiðin að því er segir á vef stjórnarráðsins.

Þá segir að þau Katrín og Guterres hafi rætt þau jafnréttis- og mannréttindamál og nauðsyn alþjóðlegs samstarfs til að takast á við áskoranir samtímans.

Ennfremur segir að Katrín hafi í gær verið viðstödd opnun leiðtogafundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn er í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem verður formlega sett í dag.

„Markmið leiðtogafundarins er að fá fram skuldbindingar ríkja til að hraða aðgerðum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.

Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu einnig fyrir viðburði í samstarfi við UN Women um stöðu kvenna í Afganistan. Þar flutti forsætisráðherra opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna.

Í gær flutti forsætisráðherra opnunarávarp á miðannarfundi átaksins Kynslóð jafnréttis (Generation Equality) en Ísland var gestgjafi fundarins ásamt Tansaníu og UN Women. Á fundinum var rætt um hið alvarlega bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum víða um heim og nauðsyn þess að grípa til markvissra aðgerða til að snúa þeirri þróun við.

Forsætisráðherra stýrði einnig pallborðsumræðum þar sem rætt var um ábyrgð ríkja, skuldbindingar og árangur af verkefnum átaksins til að auka jafnrétti,“ segir á vef stjórnarráðsins.

Forsætisráðherra átti einnig tvíhliðafundi með Lazarus McCarthy Chakwera, forseta Malaví, Taneti Maamau, forseta Kiribati, Xavier Espot Zamora, forsætisráðherra Andorra, Paulinu Brandberg, jafnréttisráðherra Svíþjóðar og Gerd Muller, framkvæmdastjóra UNIDO.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.