Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 20:36 Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær. Strákur eða stelpa? Þetta er spurning sem brennur á mörgum, ef ekki flestum, verðandi foreldrum. Síðustu ár hefur orðið æ algengara að fólk afhjúpi kyn barna sinna í viðurvist vina og vandamanna með pompi og prakt. Og það var sannarlega pomp og prakt sem einkenndi kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds í gær. Birgitta og unnusti hennar Enok sviptu hulunni af kyni barns síns með því að leigja þyrlu, sem blés út bláum reyk. Barnið er semsagt strákur. Þyrlan vakti mikla athygli sveimandi úti fyrir höfuðborginni, eins og sést í meðfylgjandi innslagi, og ljóst að veislan öll hefur kostað skildinginn. Reyndar hafa Birgitta og Enok þó líklegast sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að auglýsa veisluföng og skreytingar á sínum miðlum. Sé rennt yfir myndir úr veislunni eru þær margar rækilega merktar hinum ýmsu styrktaraðilum. Þá þvertekur flugmaður þyrlunnar fyrir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þyrluflugið hafi kostað mörghundruð þúsund krónur, eins og margir hafi haldið fram á samfélagsmiðlum í dag. „Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið,“ hefur blaðið eftir þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni. Allur skalinn En það búa ekki allir svo vel að vera áhrifavaldar og eins og áður segir verða kynjaveislur æ vinsælli. Um það vottar Katrín Ösp Gústafsdóttir eigandi verslunarinnar Allt í köku, sem sérhæfir sig í skreytingum fyrir hin ýmsu tilefni. Eru dæmi um að fólk sé að eyða hundruðum þúsunda í svona? „Já það er alveg svoleiðis, þetta er allur skalinn. Allt frá því að ná sér í einn matarlit og að ná sér í alla veisluna og þjónustu í kringum það,“ segir Katrín. Katrín Ösp Gústafsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt í köku.Vísir/arnar Síðustu ár hafa kynjaafhjúpanir ítrekað ratað í heimsfréttirnar fyrir að enda með ósköpum - nú síðast í sumar fórst flugmaður í Mexíkó við slíka afhjúpun. Og kynjaveisla í Arizona kom af stað gríðarlegum gróðureldum árið 2017. Báðum atvikum eru gerð skil í innslaginu fyrir ofan. Íslendingar fara yfirleitt öruggari leiðir í sínum kynjaafhjúpunum, sem eru jafnvel farnar að leysa skírnarveislur af hólmi. Fólk felur gjarnan kynið í bláu eða bleiku innvolsi köku, eða jafnvel blöðru. Við fórum yfir það vinsælasta í kynjaafhjúpunum þessi misserin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamaður spreytti sig á kynjabombu. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Ástin og lífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59 Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Strákur eða stelpa? Þetta er spurning sem brennur á mörgum, ef ekki flestum, verðandi foreldrum. Síðustu ár hefur orðið æ algengara að fólk afhjúpi kyn barna sinna í viðurvist vina og vandamanna með pompi og prakt. Og það var sannarlega pomp og prakt sem einkenndi kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds í gær. Birgitta og unnusti hennar Enok sviptu hulunni af kyni barns síns með því að leigja þyrlu, sem blés út bláum reyk. Barnið er semsagt strákur. Þyrlan vakti mikla athygli sveimandi úti fyrir höfuðborginni, eins og sést í meðfylgjandi innslagi, og ljóst að veislan öll hefur kostað skildinginn. Reyndar hafa Birgitta og Enok þó líklegast sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að auglýsa veisluföng og skreytingar á sínum miðlum. Sé rennt yfir myndir úr veislunni eru þær margar rækilega merktar hinum ýmsu styrktaraðilum. Þá þvertekur flugmaður þyrlunnar fyrir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þyrluflugið hafi kostað mörghundruð þúsund krónur, eins og margir hafi haldið fram á samfélagsmiðlum í dag. „Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið,“ hefur blaðið eftir þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni. Allur skalinn En það búa ekki allir svo vel að vera áhrifavaldar og eins og áður segir verða kynjaveislur æ vinsælli. Um það vottar Katrín Ösp Gústafsdóttir eigandi verslunarinnar Allt í köku, sem sérhæfir sig í skreytingum fyrir hin ýmsu tilefni. Eru dæmi um að fólk sé að eyða hundruðum þúsunda í svona? „Já það er alveg svoleiðis, þetta er allur skalinn. Allt frá því að ná sér í einn matarlit og að ná sér í alla veisluna og þjónustu í kringum það,“ segir Katrín. Katrín Ösp Gústafsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt í köku.Vísir/arnar Síðustu ár hafa kynjaafhjúpanir ítrekað ratað í heimsfréttirnar fyrir að enda með ósköpum - nú síðast í sumar fórst flugmaður í Mexíkó við slíka afhjúpun. Og kynjaveisla í Arizona kom af stað gríðarlegum gróðureldum árið 2017. Báðum atvikum eru gerð skil í innslaginu fyrir ofan. Íslendingar fara yfirleitt öruggari leiðir í sínum kynjaafhjúpunum, sem eru jafnvel farnar að leysa skírnarveislur af hólmi. Fólk felur gjarnan kynið í bláu eða bleiku innvolsi köku, eða jafnvel blöðru. Við fórum yfir það vinsælasta í kynjaafhjúpunum þessi misserin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamaður spreytti sig á kynjabombu.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Ástin og lífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59 Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59
Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30