Lífið

Já sæll, fimm tvíburapör í sama bekknum á Sauðárkróki

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Emil og Daníel Davíðssynir eru eineggja tvíburar í 1. bekk. Hressir og kátir bræður.
Emil og Daníel Davíðssynir eru eineggja tvíburar í 1. bekk. Hressir og kátir bræður. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er ótrúlegt en dagsatt en í fyrsta bekk í Árskóla á Sauðárkróki eru fimm pör af tvíburum, þar af tvö eineggja. Í bekknum eru fjörutíu og fjórir nemendur.

Í Árskóla eru um 400 nemendur frá fyrsta bekk og upp í tíunda bekk. Í skólanum eru níu tvíburar en fyrsti bekkur fær þó alla athyglina þegar tvíburar eru annars vegar því þar eru fimm tvíburar.

„Reyndar hérna á Sauðárkróki þá gerðist þetta líka 1991 að það byrjuðu fimm pör að hausti, þannig að þetta er eitthvað sérstakt hérna við krókinn,” segir Sigríður Stefánsdóttir ein af þremur umsjónarkennurum bekkjarins.

En hvernig skýrir þú þetta, er þetta vatnið eða tómatarnir eða?

„Já, bara loftið, samveran, fólkið, samfélagið, ég held að það sé eitthvað svoleiðis,” segir hún hlæjandi.

Sigríður segir frábært að vera kennari í Árskóla.

„Þetta er skemmtilegt umhverfi og góður skóli, ég segi það bara og stend við, Árskóli er góður.”

Sigríður Stefánsdóttir, sem er ein af þremur umsjónarkennurum bekkjarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og skólastjórinn, Óskar G. Björnsson á meira að segja tvíbura með sinni konu, Erlu Kjartansdóttur, sem vinnur á bókasafni skólans en þeir eru hvorki í fyrsta bekk né í skólanum enda komnir á fertugs aldur.

Skólastjórinn, Óskar G. Björnsson á meira að segja tvíbura með sinni konu, Erlu Kjartansdóttur, sem vinnur á bókasafni skólans en þeir eru hvorki í fyrsta bekk né í skólanum enda komnir á fertugs aldur.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Brynja og Freyja Gestsdætur eru eineggja tvíburar í 1. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Allir tvíburarnir í 1. bekk í Árskóla á Sauðárkróki.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×