Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2023 14:21 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu. Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar, segir fjölskylduna loks hafa fengið það staðfest í gær að Magnús Kristinn fór ekki um borð í flug sem hann átti bókað síðasta sunnudag til Frankfurt. Fram kom í umfjöllum un málið í gær að Magnús ræddi við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi á leið sinni á flugvöllinn en ekkert hafi heyrst í honum síðan. Þau hafi þó komist að því að hann tók leigubíl af flugvellinum, sem var „óeðlilega dýr“. Farangurinn virðist þó ekki hafa farið með honum því í gær frétti fjölskyldan, frá heimamanni, að farangurinn væri enn á flugvellinum. „Þetta er það sem hefur verið að skila sér,“ segir Rannveig en í gær var greint frá því í fjölmiðlum í fyrsta sinn frá hvarfi Magnúsar. Rannveig segir marga, bæði hérlendis og í Dóminíska lýðveldinu, hafa haft samband frá því og viljað aðstoða þau. „Við fréttum frá konu sem fór að athuga málið að farangurinn hans væri enn á flugvellinum,“ segir Rannveig en tekur þó fram að þetta hafi ekki enn verið staðfest eftir neinum opinberum leiðum. „En farangurinn virðist vera enn á flugvellinum.“ Líklegt að einhver fari út Spurð hvort að fjölskyldan sé á leið út segir Rannveig að það hafi komið til tals. Það tali þó enginn í fjölskyldunni spænsku og því óttist þau að það verði erfitt fyrir þau að fá upplýsingar. Þó vitað sé að auðveldara sé að fá þær á staðnum. „Óneitanlega er maður að velta þessu fyrir sér. Það er erfitt að vera hérna heima og reyna að fjarstýra en sjá ekkert og vita ekkert. Það því ekkert ólíklegt að eitthvert okkar fari þangað út. Þó það væri ekki nema til að fá tilfinningu fyrir staðnum,“ segir Rannveig. Fór í spilavíti og skemmti sér Hún segir að þau viti enn lítið um tilgang ferðarinnar en að þau hafi þó komist að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. „Það kom okkur mjög á óvart að vita af honum þarna. Hann var á Spáni en fékk svo einhverja hugmynd og skaust þangað. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt eða eitthvað rugl. Það er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug, en það virðist ekki vera,“ segir Rannveig sem segist hafa heyrt það frá fólki sem þekki til þannig viðskipta. Erfitt að sitja aðgerðarlaus Rannveig segir líðanina ekki góða og fjölskylduna í raun örmagna. „Við erum búin að vera að grennslast fyrir um hann í viku. En svo fór þetta auðvitað á flug í gær. Við vorum búin að hafa samband við borgarþjónustu og lögreglu, en það er erfitt að sitja aðgerðarlaus,“ segir Rannveig og að margir hafi haft samband eftir fréttirnar í gær. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt „Við erum að vona að þetta hreyfi við einhverjum. Einhver hafi séð hann eða viti eitthvað. Þannig við náum átta okkur á því hvað gerðist eða hvar hann gæti hugsanlega verið.“ Hún segir fjölskylduna einnig hafa verið í sambandi við fjölmiðla ytra og að það séu væntanlega greinar í fjölmiðlum þar um hvarf hans. Það hjálpi vonandi til líka. Magnús Kristinn er fæddur árið 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313 eða í gegnum Facebook hér að neðan. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar, segir fjölskylduna loks hafa fengið það staðfest í gær að Magnús Kristinn fór ekki um borð í flug sem hann átti bókað síðasta sunnudag til Frankfurt. Fram kom í umfjöllum un málið í gær að Magnús ræddi við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi á leið sinni á flugvöllinn en ekkert hafi heyrst í honum síðan. Þau hafi þó komist að því að hann tók leigubíl af flugvellinum, sem var „óeðlilega dýr“. Farangurinn virðist þó ekki hafa farið með honum því í gær frétti fjölskyldan, frá heimamanni, að farangurinn væri enn á flugvellinum. „Þetta er það sem hefur verið að skila sér,“ segir Rannveig en í gær var greint frá því í fjölmiðlum í fyrsta sinn frá hvarfi Magnúsar. Rannveig segir marga, bæði hérlendis og í Dóminíska lýðveldinu, hafa haft samband frá því og viljað aðstoða þau. „Við fréttum frá konu sem fór að athuga málið að farangurinn hans væri enn á flugvellinum,“ segir Rannveig en tekur þó fram að þetta hafi ekki enn verið staðfest eftir neinum opinberum leiðum. „En farangurinn virðist vera enn á flugvellinum.“ Líklegt að einhver fari út Spurð hvort að fjölskyldan sé á leið út segir Rannveig að það hafi komið til tals. Það tali þó enginn í fjölskyldunni spænsku og því óttist þau að það verði erfitt fyrir þau að fá upplýsingar. Þó vitað sé að auðveldara sé að fá þær á staðnum. „Óneitanlega er maður að velta þessu fyrir sér. Það er erfitt að vera hérna heima og reyna að fjarstýra en sjá ekkert og vita ekkert. Það því ekkert ólíklegt að eitthvert okkar fari þangað út. Þó það væri ekki nema til að fá tilfinningu fyrir staðnum,“ segir Rannveig. Fór í spilavíti og skemmti sér Hún segir að þau viti enn lítið um tilgang ferðarinnar en að þau hafi þó komist að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. „Það kom okkur mjög á óvart að vita af honum þarna. Hann var á Spáni en fékk svo einhverja hugmynd og skaust þangað. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt eða eitthvað rugl. Það er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug, en það virðist ekki vera,“ segir Rannveig sem segist hafa heyrt það frá fólki sem þekki til þannig viðskipta. Erfitt að sitja aðgerðarlaus Rannveig segir líðanina ekki góða og fjölskylduna í raun örmagna. „Við erum búin að vera að grennslast fyrir um hann í viku. En svo fór þetta auðvitað á flug í gær. Við vorum búin að hafa samband við borgarþjónustu og lögreglu, en það er erfitt að sitja aðgerðarlaus,“ segir Rannveig og að margir hafi haft samband eftir fréttirnar í gær. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt „Við erum að vona að þetta hreyfi við einhverjum. Einhver hafi séð hann eða viti eitthvað. Þannig við náum átta okkur á því hvað gerðist eða hvar hann gæti hugsanlega verið.“ Hún segir fjölskylduna einnig hafa verið í sambandi við fjölmiðla ytra og að það séu væntanlega greinar í fjölmiðlum þar um hvarf hans. Það hjálpi vonandi til líka. Magnús Kristinn er fæddur árið 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313 eða í gegnum Facebook hér að neðan.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14