Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2023 14:21 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu. Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar, segir fjölskylduna loks hafa fengið það staðfest í gær að Magnús Kristinn fór ekki um borð í flug sem hann átti bókað síðasta sunnudag til Frankfurt. Fram kom í umfjöllum un málið í gær að Magnús ræddi við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi á leið sinni á flugvöllinn en ekkert hafi heyrst í honum síðan. Þau hafi þó komist að því að hann tók leigubíl af flugvellinum, sem var „óeðlilega dýr“. Farangurinn virðist þó ekki hafa farið með honum því í gær frétti fjölskyldan, frá heimamanni, að farangurinn væri enn á flugvellinum. „Þetta er það sem hefur verið að skila sér,“ segir Rannveig en í gær var greint frá því í fjölmiðlum í fyrsta sinn frá hvarfi Magnúsar. Rannveig segir marga, bæði hérlendis og í Dóminíska lýðveldinu, hafa haft samband frá því og viljað aðstoða þau. „Við fréttum frá konu sem fór að athuga málið að farangurinn hans væri enn á flugvellinum,“ segir Rannveig en tekur þó fram að þetta hafi ekki enn verið staðfest eftir neinum opinberum leiðum. „En farangurinn virðist vera enn á flugvellinum.“ Líklegt að einhver fari út Spurð hvort að fjölskyldan sé á leið út segir Rannveig að það hafi komið til tals. Það tali þó enginn í fjölskyldunni spænsku og því óttist þau að það verði erfitt fyrir þau að fá upplýsingar. Þó vitað sé að auðveldara sé að fá þær á staðnum. „Óneitanlega er maður að velta þessu fyrir sér. Það er erfitt að vera hérna heima og reyna að fjarstýra en sjá ekkert og vita ekkert. Það því ekkert ólíklegt að eitthvert okkar fari þangað út. Þó það væri ekki nema til að fá tilfinningu fyrir staðnum,“ segir Rannveig. Fór í spilavíti og skemmti sér Hún segir að þau viti enn lítið um tilgang ferðarinnar en að þau hafi þó komist að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. „Það kom okkur mjög á óvart að vita af honum þarna. Hann var á Spáni en fékk svo einhverja hugmynd og skaust þangað. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt eða eitthvað rugl. Það er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug, en það virðist ekki vera,“ segir Rannveig sem segist hafa heyrt það frá fólki sem þekki til þannig viðskipta. Erfitt að sitja aðgerðarlaus Rannveig segir líðanina ekki góða og fjölskylduna í raun örmagna. „Við erum búin að vera að grennslast fyrir um hann í viku. En svo fór þetta auðvitað á flug í gær. Við vorum búin að hafa samband við borgarþjónustu og lögreglu, en það er erfitt að sitja aðgerðarlaus,“ segir Rannveig og að margir hafi haft samband eftir fréttirnar í gær. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt „Við erum að vona að þetta hreyfi við einhverjum. Einhver hafi séð hann eða viti eitthvað. Þannig við náum átta okkur á því hvað gerðist eða hvar hann gæti hugsanlega verið.“ Hún segir fjölskylduna einnig hafa verið í sambandi við fjölmiðla ytra og að það séu væntanlega greinar í fjölmiðlum þar um hvarf hans. Það hjálpi vonandi til líka. Magnús Kristinn er fæddur árið 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313 eða í gegnum Facebook hér að neðan. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar, segir fjölskylduna loks hafa fengið það staðfest í gær að Magnús Kristinn fór ekki um borð í flug sem hann átti bókað síðasta sunnudag til Frankfurt. Fram kom í umfjöllum un málið í gær að Magnús ræddi við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi á leið sinni á flugvöllinn en ekkert hafi heyrst í honum síðan. Þau hafi þó komist að því að hann tók leigubíl af flugvellinum, sem var „óeðlilega dýr“. Farangurinn virðist þó ekki hafa farið með honum því í gær frétti fjölskyldan, frá heimamanni, að farangurinn væri enn á flugvellinum. „Þetta er það sem hefur verið að skila sér,“ segir Rannveig en í gær var greint frá því í fjölmiðlum í fyrsta sinn frá hvarfi Magnúsar. Rannveig segir marga, bæði hérlendis og í Dóminíska lýðveldinu, hafa haft samband frá því og viljað aðstoða þau. „Við fréttum frá konu sem fór að athuga málið að farangurinn hans væri enn á flugvellinum,“ segir Rannveig en tekur þó fram að þetta hafi ekki enn verið staðfest eftir neinum opinberum leiðum. „En farangurinn virðist vera enn á flugvellinum.“ Líklegt að einhver fari út Spurð hvort að fjölskyldan sé á leið út segir Rannveig að það hafi komið til tals. Það tali þó enginn í fjölskyldunni spænsku og því óttist þau að það verði erfitt fyrir þau að fá upplýsingar. Þó vitað sé að auðveldara sé að fá þær á staðnum. „Óneitanlega er maður að velta þessu fyrir sér. Það er erfitt að vera hérna heima og reyna að fjarstýra en sjá ekkert og vita ekkert. Það því ekkert ólíklegt að eitthvert okkar fari þangað út. Þó það væri ekki nema til að fá tilfinningu fyrir staðnum,“ segir Rannveig. Fór í spilavíti og skemmti sér Hún segir að þau viti enn lítið um tilgang ferðarinnar en að þau hafi þó komist að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. „Það kom okkur mjög á óvart að vita af honum þarna. Hann var á Spáni en fékk svo einhverja hugmynd og skaust þangað. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt eða eitthvað rugl. Það er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug, en það virðist ekki vera,“ segir Rannveig sem segist hafa heyrt það frá fólki sem þekki til þannig viðskipta. Erfitt að sitja aðgerðarlaus Rannveig segir líðanina ekki góða og fjölskylduna í raun örmagna. „Við erum búin að vera að grennslast fyrir um hann í viku. En svo fór þetta auðvitað á flug í gær. Við vorum búin að hafa samband við borgarþjónustu og lögreglu, en það er erfitt að sitja aðgerðarlaus,“ segir Rannveig og að margir hafi haft samband eftir fréttirnar í gær. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt „Við erum að vona að þetta hreyfi við einhverjum. Einhver hafi séð hann eða viti eitthvað. Þannig við náum átta okkur á því hvað gerðist eða hvar hann gæti hugsanlega verið.“ Hún segir fjölskylduna einnig hafa verið í sambandi við fjölmiðla ytra og að það séu væntanlega greinar í fjölmiðlum þar um hvarf hans. Það hjálpi vonandi til líka. Magnús Kristinn er fæddur árið 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313 eða í gegnum Facebook hér að neðan.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14