Innlent

Undir lög­aldri á skemmti­­stað í mið­­borg og Kópa­vogi

Lovísa Arnardóttir skrifar
lögga miðbær djamm

Ungt fólk undir lögaldri var á skemmtistöðum á tveimur stöðum í höfuðborginni í nótt. Lögreglan sinnti þónokkrum verkefnum sem tengdust ölvun. 

Of margir gestir voru á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt, auk þess sem þar var að finna fólk undir lögaldri. Það sama átti við um skemmtistað í Kópavogi. Það kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Lögreglan sinnti einnig fjölda annarra verkefna. Sem dæmi var tilkynnt um rafskútuslys í miðborginni og í Breiðholti.

Þá var tilkynnt um þjófnað í sameign í hverfi 105 og innbrot í skóla Grafarvogi. Lögreglan stöðvaði nokkra ökumann víðs vegar um borgina vegna gruns um akstur undir áhrifum og sinnti einnig öðrum verkefnum sem tengdust ölvun.

Strætóbílstjóri óskaði sem dæmi eftir aðstoð vegna einstaklings sem svaf ölvunarsvefni í vagninum hans en bílstjóranum tókst ekki að vekja hann. Lögreglumenn náðu að vekja einstaklinginn sem hélt kjölfarið sína leið.


Tengdar fréttir

Ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi

Lögregla fékk í gærkvöldi tilkynningu um einstakling með ungbarn á skemmtistað í Grafarvogi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar er ekki greint frá frekari viðbrögðum lögreglu við málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×