Innlent

Tveir hand­teknir í miðju inn­broti í gámi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan handtók einn fyrir líkamsárás beint fyrir utan lögreglubíl í nótt.
Lögreglan handtók einn fyrir líkamsárás beint fyrir utan lögreglubíl í nótt. Vísir

Lögreglan handtók þrjá og stöðvaði nokkra vegna gruns um akstur undir áhrifum. Nóttin nokkuð tíðindalítil. 

Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í nótt sem átti sér stað beint fyrir utan lögreglubíl. Hann var svo vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gærkvöldið og nóttin virðast hafa þó verið nokkuð tíðindalítil af dagbók hennar að dæma. Samkvæmt henni voru örfári ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

Þó voru einnig tveir menn handteknir í miðju innbroti rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að henni hafi verið tilkynnt um innbrot í gámi og þegar lögreglu bar að hafi mennirnir enn verið inni. Þeir voru því handteknir á vettvangi. Málið er enn í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×