„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. „Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira