Tobba Marinós til liðs við Lemon Íris Hauksdóttir skrifar 12. september 2023 15:34 Tobba Marinós deilir dásamlegum uppskriftum með veitingastaðnum Lemon. Lemon Fjölmiðlakonan og frumkvöðullinn Tobba Marinósdóttir seldi nýverið Granólabarinn sem hún rak um árabil í samstarfi við móður sína, Guðbjörgu Birgis. Þær mæðgur héldu þó uppskriftunum eftir og hafa nú í samstarfi við veitingastaðinn Lemon gefið heilsudrykkjunum nýtt líf. Tobba segist alsæl með samstarfið. „Ég er ekkert eðlilega spennt yfir því að nú verði loksins hægt að nálgast almennilegt gúmmelaði hér á landi án viðbætts sykurs. Lemon hefur vaxið ört upp á síðkastið og það eru mörg spennandi verkefni á teikniborðinu og fólkið í brúnni þar er framúrskarandi - það er ekki síður mikilvægt.” Orkubombur stútfullar af vítamínum Sjálf lagði Tobba safapressunni í bili eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á hendi eftir langar vaktir við safapressun. Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon segir markaðsteymi sitt ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar til tals kom að hefja samstarf við Tobbu. „Lemon er stað sem vill huga að heilsunni og bjóða upp á góða næringu. Okkur fannst vörurnar hennar Tobbu smellpassa inn í vöruúrvalið okkar. Ég er sannfærð um að viðskiptavinir okkar eigi eftir að gleðast yfir þessari viðbót.” Að sögn Unnar bætast við margskonar orkubombur, stútfullar af vítamínum og hollustu, í vöruúrvalið hjá Lemon. „Það er einmitt það sem kroppurinn þarfnast núna. Fyrst um sinn verður boðið upp á detox-pakka Tobbu og sellerísafann fræga sem Tobba hefur dásamað síðustu ár.” Föndur og sumarsukk „Nú get ég loksins einbeitt mér að vöruþróun,” segir Tobba sjálf og heldur áfram. „Draumurinn um að fólk geti borðað betur á viðráðanlegu verði og án þess að vera alltaf með hnetur í bleyti og föndrandi fram á nótt er því rætast. Einföld hráefni og engin aukaefni eða sykur eru mín mantra og Lemon fólkið góða eru fullkomnir samstarfsaðilar í því. Nú er loksins komið íslenskt sellerí frá Höllu bónda en hún er eini selleríræktandinn á Íslandi, svo það er himnasending að geta boðið upp á ferskt sellerí frá henni. Stefnir á sætan bita á seðilinn sem fyrst Með Lemon í liði sé ég fram á að anna loks eftirspurn og öll ættu að geta hent sér í selleríhreinsun til að skola sumarsukkið út. Það er ótrúlegt hvað eftirspurnin eftir 100% hreinum sellerísafa er mikil - eða ótrúlegt uns þú hefur prófað. Þá meikar þetta allt sens. Allavega hefur þetta gulgræna sull breytt bæði lífi mínu og mittismáli.” Myndarlegur og væntanlegur Kaffisjeikinn - líklega mest myndaði sjeik landsins - er einnig væntanlegur aftur í maga og á myndir landsmanna. „Það þarf ekkert að kynna þetta krútt. Án alls viðbætts sykurs og bragðefna. Bara hnausþykkur sjeik sem fær kasólétta konu til þess að ganga í úrhelli úr Fossvoginum út á Granda - sönn saga,” segir Tobba sem stefnir á að koma með sætan bita á matseðil Lemon sem fyrst. „Í komandi lægðum er algjörlega nauðsynlegt að eiga sæta bita sem fara vel með líkama og sál. Allavega þurfti ég á þeim að halda þegar ég horfði á þá appelsínugulu mölva sólblómin og eldliljurnar í garðinum sem ég hef nostrað við í allt sumar.” Veitingastaðir Matur Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Tobba segist alsæl með samstarfið. „Ég er ekkert eðlilega spennt yfir því að nú verði loksins hægt að nálgast almennilegt gúmmelaði hér á landi án viðbætts sykurs. Lemon hefur vaxið ört upp á síðkastið og það eru mörg spennandi verkefni á teikniborðinu og fólkið í brúnni þar er framúrskarandi - það er ekki síður mikilvægt.” Orkubombur stútfullar af vítamínum Sjálf lagði Tobba safapressunni í bili eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á hendi eftir langar vaktir við safapressun. Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon segir markaðsteymi sitt ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar til tals kom að hefja samstarf við Tobbu. „Lemon er stað sem vill huga að heilsunni og bjóða upp á góða næringu. Okkur fannst vörurnar hennar Tobbu smellpassa inn í vöruúrvalið okkar. Ég er sannfærð um að viðskiptavinir okkar eigi eftir að gleðast yfir þessari viðbót.” Að sögn Unnar bætast við margskonar orkubombur, stútfullar af vítamínum og hollustu, í vöruúrvalið hjá Lemon. „Það er einmitt það sem kroppurinn þarfnast núna. Fyrst um sinn verður boðið upp á detox-pakka Tobbu og sellerísafann fræga sem Tobba hefur dásamað síðustu ár.” Föndur og sumarsukk „Nú get ég loksins einbeitt mér að vöruþróun,” segir Tobba sjálf og heldur áfram. „Draumurinn um að fólk geti borðað betur á viðráðanlegu verði og án þess að vera alltaf með hnetur í bleyti og föndrandi fram á nótt er því rætast. Einföld hráefni og engin aukaefni eða sykur eru mín mantra og Lemon fólkið góða eru fullkomnir samstarfsaðilar í því. Nú er loksins komið íslenskt sellerí frá Höllu bónda en hún er eini selleríræktandinn á Íslandi, svo það er himnasending að geta boðið upp á ferskt sellerí frá henni. Stefnir á sætan bita á seðilinn sem fyrst Með Lemon í liði sé ég fram á að anna loks eftirspurn og öll ættu að geta hent sér í selleríhreinsun til að skola sumarsukkið út. Það er ótrúlegt hvað eftirspurnin eftir 100% hreinum sellerísafa er mikil - eða ótrúlegt uns þú hefur prófað. Þá meikar þetta allt sens. Allavega hefur þetta gulgræna sull breytt bæði lífi mínu og mittismáli.” Myndarlegur og væntanlegur Kaffisjeikinn - líklega mest myndaði sjeik landsins - er einnig væntanlegur aftur í maga og á myndir landsmanna. „Það þarf ekkert að kynna þetta krútt. Án alls viðbætts sykurs og bragðefna. Bara hnausþykkur sjeik sem fær kasólétta konu til þess að ganga í úrhelli úr Fossvoginum út á Granda - sönn saga,” segir Tobba sem stefnir á að koma með sætan bita á matseðil Lemon sem fyrst. „Í komandi lægðum er algjörlega nauðsynlegt að eiga sæta bita sem fara vel með líkama og sál. Allavega þurfti ég á þeim að halda þegar ég horfði á þá appelsínugulu mölva sólblómin og eldliljurnar í garðinum sem ég hef nostrað við í allt sumar.”
Veitingastaðir Matur Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira