Hætta á að verðmætum verði glutrað niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2023 17:21 Árni Magnússon forstjóri Ísor segir gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld setji fjármuni í rannsóknir á jarðauðlindum hér á landi. Meðan það sé ekki gert sé hætta á að verðmætum sé glutrað niður. Vísir/Sigurjón Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni. Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni.
Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira