Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 19:14 Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í stílabókinni. Vísir/Ívar Fannar Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif. Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif.
Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum