Innlent

Ný stjórn Banka­­sýslu en ráð­herra vill leggja hana niður

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Pálsson er nýr stjórnarformaður Bankasýslunnar. Gangi frumvarp ráðherra í gegn, sem fyrirhugað er að leggja fyrir þing í janúar, sýslan verða lögð niður.
Tryggvi Pálsson er nýr stjórnarformaður Bankasýslunnar. Gangi frumvarp ráðherra í gegn, sem fyrirhugað er að leggja fyrir þing í janúar, sýslan verða lögð niður. Vísir/Vilhelm

Nýskipaðir stjórnarmenn Bankasýslunnar hafa aldrei setið í henni áður. Formaður nýrrar stjórnar er Tryggvi Pálsson en ásamt honum sitja Þóra Hallgrímsdóttir og Þórir Haraldsson í stjórninni. Til stendur að leggja Bankasýsluna niður á næsta ári.

Í nefndinni sátu áður Lárus Blöndal stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í nefndina í dag en skipunartími fyrri stjórnar Bankasýslunnar rann út 15. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Þá segir einnig að til standi að leggja Bankasýsluna niður í núverandi mynd með nýju frumvarpi ráðherra. Til standi að breyta umgjörð í tengslum við eignarhald ríkisins á hlutum í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í ríkiseigu. Gert er ráð fyrir því að fjármálaráðherra leggi fram frumvarpið í janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×