Innlent

Ráð­herra fær hnaus­þykkan undir­­­­­­­­­skriftalista kvik­­mynda­­gerðar­manna gegn hval­veiðum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hvalveiðunum hefur verið mótmælt töluvert síðan Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína.
Hvalveiðunum hefur verið mótmælt töluvert síðan Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína. Vísir/Ívar

Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða.

„Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins.

Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák.

Hvalveiðarnar hafa einnig vakið athygli í Hollywood en þekktir einstaklingar á borð við Leonardo DiCaprio og Jason Momoa hafa skrifað undir sambærilegan lista. 

„Hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á umhverfið, ímynd Íslands og þátttöku okkar í alþjóðlega kvikmyndaheiminum. Leikarar, leikstjórar, framleiðendur og kvikmyndagerðarfólk víða um heim, hafa nýlega lagt fram undirskriftalista, sem lýsir því yfir að Ísland verði sniðgengið ef hvalveiðar halda hér áfram og skaðar þannig orðspor Íslands í alþjóðlega kvikmyndaheiminum,“ segir enn fremur. Þúsundir hafi atvinnu við kvikmyndagerð allan ársins hring.

Kvikmyndagerðarfólk krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar: „Við hvetjum ríkisstjórnina jafnframt til að ganga í takt við tímann og uppfæra sín gildi svo þau stuðli að áframhaldandi árangri landsins og atvinnu þúsunda Íslendinga.“

Hér að neðan má nálgast undirskriftalistana.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Þarf að skila skýrslu um tví­s­kotinn hval innan tveggja virkra daga

Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×