Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Jón Þór Stefánsson skrifar 8. september 2023 12:46 Á meðal hugmynda sem koma fram eru sjávarsundlaug, hugleiðsluhús, sjónaukar fyrir selaskoðun og gufubað í Nauthólsvík. Vísir/Sara Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. Á meðal hugmynda sem koma fram í skýrslunni eru sjávarsundlaug, hugleiðsluhús, sjónaukar fyrir selaskoðun og fljótandi gufubað í Nauthólsvík. Og þá er til skoðunar Parísarhjól við höfnina í Reykjavík. Hópurinn lagði til ellefu svæði fyrir haftengda upplifun og útivist í Reykjavík. Svæðin eru Nauthólsvík, Nýi Skerjafjörður, Ægisíða, Laugarnes, Bryggjuhverfi vestur, bryggjuhverfi við Grafarvog, Viðey, Gufunes, Gorvík og Blikastaðakró ásamt Kjalarnesi. Fram kemur að mikil áhersla hafi verið lögð á aðgengismál, þannig að allir hefði aðgang að þessum mögulegu svæðum. Segir allar tillögurnar framkvæmanlegar Rebekka Guðmundsdóttir, borgarhönnuður og formaður starfshópsins, segir að allar tillögur skýrslunnar séu framkvæmanlegar og margar án mikils tilkostnaðar. „Eftir að hafa búið erlendis og kynnst menningu við hafið er ég virkilega spennt fyrir að bjóða upp á fjölbreyttari upplifun við hafið. Þar stendur fljótandi gufubað upp úr og býður Bryggjuhverfið við Grafarvog upp á einstaka staðsetningu fyrir það,“ er haft eftir Rebekku í tilkynningu Reykjavíkurborgar um málið. Hún nefnir einnig að aðstaða fyrir fuglaskoðun, svæði fyrir hugleiðslu og bætta kennsluaðstöðu, hvort sem er í náttúrufræði eða við siglingar, hafi staðið upp úr að hennar mati. Í skýrslu starfshópsins er því haldið fram að tækifæri varðandi haftengda upplifun séu einnig mikil við hafnarsvæði Faxaflóahafna. Tekið er fram að slík aðstaða gæti eflt efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbærni á svæðinu. Skýrsla starfshóps um haftengda upplifun og útivist í Reykjavík er aðgengileg hér. Reykjavík Borgarstjórn Sjósund Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Á meðal hugmynda sem koma fram í skýrslunni eru sjávarsundlaug, hugleiðsluhús, sjónaukar fyrir selaskoðun og fljótandi gufubað í Nauthólsvík. Og þá er til skoðunar Parísarhjól við höfnina í Reykjavík. Hópurinn lagði til ellefu svæði fyrir haftengda upplifun og útivist í Reykjavík. Svæðin eru Nauthólsvík, Nýi Skerjafjörður, Ægisíða, Laugarnes, Bryggjuhverfi vestur, bryggjuhverfi við Grafarvog, Viðey, Gufunes, Gorvík og Blikastaðakró ásamt Kjalarnesi. Fram kemur að mikil áhersla hafi verið lögð á aðgengismál, þannig að allir hefði aðgang að þessum mögulegu svæðum. Segir allar tillögurnar framkvæmanlegar Rebekka Guðmundsdóttir, borgarhönnuður og formaður starfshópsins, segir að allar tillögur skýrslunnar séu framkvæmanlegar og margar án mikils tilkostnaðar. „Eftir að hafa búið erlendis og kynnst menningu við hafið er ég virkilega spennt fyrir að bjóða upp á fjölbreyttari upplifun við hafið. Þar stendur fljótandi gufubað upp úr og býður Bryggjuhverfið við Grafarvog upp á einstaka staðsetningu fyrir það,“ er haft eftir Rebekku í tilkynningu Reykjavíkurborgar um málið. Hún nefnir einnig að aðstaða fyrir fuglaskoðun, svæði fyrir hugleiðslu og bætta kennsluaðstöðu, hvort sem er í náttúrufræði eða við siglingar, hafi staðið upp úr að hennar mati. Í skýrslu starfshópsins er því haldið fram að tækifæri varðandi haftengda upplifun séu einnig mikil við hafnarsvæði Faxaflóahafna. Tekið er fram að slík aðstaða gæti eflt efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbærni á svæðinu. Skýrsla starfshóps um haftengda upplifun og útivist í Reykjavík er aðgengileg hér.
Reykjavík Borgarstjórn Sjósund Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira