Fótbolti

Teknir á teppið af sínum eigin stuðnings­mönnum eftir leik í gær

Aron Guðmundsson skrifar
Úr leik Lyon og PSG í gærkvöldi
Úr leik Lyon og PSG í gærkvöldi Vísir/EPA

Leikmenn franska úrvalsdeildarliðsins Lyon í fótbolta fengu óánægju stuðningsmanna félagsins beint í æð eftir að hafa lotið í lægra haldi gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain nokkuð örugglega á heimavelli. 

Lyon situr á botni frönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig eftir 4-1 tap gegn Paris Saint-Germain í gær og leikmenn liðsins fengu að heyra það frá Ultras stuðningsmannahópi félagsins eftir leik gærkvöldsins. 

Paris Saint-Germain var komið fjórum mörkum yfir þegar að flautað var til háflleiks, Lyon klóraði í bakkann með einu marki í seinni hálfleik en nær komst liðið ekki. 

Eftir leik var hitinn mikill í stuðningsmönnum Lyon og einn af forkólfum Lyon Ultras ávarpaði leikmenn liðsins eftir leik úr stúkunni. 

„Skilaboðin eru skýr,“ sagði leiðtogi Lyon Ultras. „Ef það eru leiðtogar í þessu liði þá ber þeim skylda til þess að láta í sér heyra núna. Þið klæðist treyju Olympique Lyon. 

Aðrir sem hafa klæðst henni á undan ykkur hafa staðið undir því, þið hafið engan rétt til þess að skemma það núna. Félagsskiptaglugganum hefur verið lokað, þið myndið leikmannahóp liðsins. Það eina sem við biðjum um frá ykkur er að við getum gengið í takt í sömu átt. En þið þurfið að vinna ykkur það inn. Við elskum og virðum þessa treyju.“

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×