Teknir á teppið af sínum eigin stuðningsmönnum eftir leik í gær Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 16:01 Úr leik Lyon og PSG í gærkvöldi Vísir/EPA Leikmenn franska úrvalsdeildarliðsins Lyon í fótbolta fengu óánægju stuðningsmanna félagsins beint í æð eftir að hafa lotið í lægra haldi gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain nokkuð örugglega á heimavelli. Lyon situr á botni frönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig eftir 4-1 tap gegn Paris Saint-Germain í gær og leikmenn liðsins fengu að heyra það frá Ultras stuðningsmannahópi félagsins eftir leik gærkvöldsins. Paris Saint-Germain var komið fjórum mörkum yfir þegar að flautað var til háflleiks, Lyon klóraði í bakkann með einu marki í seinni hálfleik en nær komst liðið ekki. Eftir leik var hitinn mikill í stuðningsmönnum Lyon og einn af forkólfum Lyon Ultras ávarpaði leikmenn liðsins eftir leik úr stúkunni. „Skilaboðin eru skýr,“ sagði leiðtogi Lyon Ultras. „Ef það eru leiðtogar í þessu liði þá ber þeim skylda til þess að láta í sér heyra núna. Þið klæðist treyju Olympique Lyon. Aðrir sem hafa klæðst henni á undan ykkur hafa staðið undir því, þið hafið engan rétt til þess að skemma það núna. Félagsskiptaglugganum hefur verið lokað, þið myndið leikmannahóp liðsins. Það eina sem við biðjum um frá ykkur er að við getum gengið í takt í sömu átt. En þið þurfið að vinna ykkur það inn. Við elskum og virðum þessa treyju.“ Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scène surréaliste au Groupama Stadium !Le capo des Bad Gones prend la parole face aux joueurs de l @OL !#OLPSG pic.twitter.com/2Pa52WfHRO— Prime Video Sport France (@PVSportFR) September 3, 2023 Franski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Lyon situr á botni frönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig eftir 4-1 tap gegn Paris Saint-Germain í gær og leikmenn liðsins fengu að heyra það frá Ultras stuðningsmannahópi félagsins eftir leik gærkvöldsins. Paris Saint-Germain var komið fjórum mörkum yfir þegar að flautað var til háflleiks, Lyon klóraði í bakkann með einu marki í seinni hálfleik en nær komst liðið ekki. Eftir leik var hitinn mikill í stuðningsmönnum Lyon og einn af forkólfum Lyon Ultras ávarpaði leikmenn liðsins eftir leik úr stúkunni. „Skilaboðin eru skýr,“ sagði leiðtogi Lyon Ultras. „Ef það eru leiðtogar í þessu liði þá ber þeim skylda til þess að láta í sér heyra núna. Þið klæðist treyju Olympique Lyon. Aðrir sem hafa klæðst henni á undan ykkur hafa staðið undir því, þið hafið engan rétt til þess að skemma það núna. Félagsskiptaglugganum hefur verið lokað, þið myndið leikmannahóp liðsins. Það eina sem við biðjum um frá ykkur er að við getum gengið í takt í sömu átt. En þið þurfið að vinna ykkur það inn. Við elskum og virðum þessa treyju.“ Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scène surréaliste au Groupama Stadium !Le capo des Bad Gones prend la parole face aux joueurs de l @OL !#OLPSG pic.twitter.com/2Pa52WfHRO— Prime Video Sport France (@PVSportFR) September 3, 2023
Franski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira