Brimborg láti viðskiptavini og starfsmenn vita af öryggisbresti Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 15:31 Persónuvernd fékk tilkynningu um netárásina á Brimborg og vill að fyrirtækið láti starfsmenn og viðskiptavini vita af því að persónuupplýsingar þeirra kunni að vera í hættu. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur sagt bílaumboðinu Brimborg að láta starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins vita af því að netárás kunni að hafa ógna öryggi persónuupplýsinga þeirra. Tölvuþrjótar læstu aðgangi að gögnum Brimborgar og kröfðust lausnargjalds. Netárásin átti sér stað aðfararnótt þriðjudag. Fyrirtækið átti afrit af gögnunum og tókst að koma tölvukerfum sínum aftur í gang í gærkvöldi og í morgun, að sögn Egils Jóhannsonar, forstjóra Brimborgar. Hann sagði Vísi í morgun að verið væri að kanna hvort að þrjótarnir hefðu afrit af gögnunum, þar á meðal ýmsum persónuupplýsingum um viðskiptavini. Persónuvernd var tilkynnt um öryggisbrestinn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir stofnunin að öryggisbresturinn nái til persónuupplýsinga bæði starfsmanna og viðskiptavina Brimborgar samkvæmt tilkynningunni sem henni barst. „Persónuvernd hefur, fyrr í dag, beint þeim fyrirmælum til Brimborgar að gera skráðum einstaklingum viðvart um öryggisbrestinn,“ segir í svarinu. Þá hefur eftirlitsstofnunin óskað eftir upplýsingum um þær öryggisráðstafanir sem Brimborg viðhafði í aðdraganda öryggisbrestsins og að stofnunin fái frekari upplýsingar um atvikið þegar þær liggja fyrir. Á meðal þeirra persónuupplýsinga sem Brimborg safnar um viðskiptavini eru nöfn, kennitölur, símanúmer, tölvupóstföng og ökuskírteinisnúmer. Persónuvernd Tölvuárásir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Netárásin átti sér stað aðfararnótt þriðjudag. Fyrirtækið átti afrit af gögnunum og tókst að koma tölvukerfum sínum aftur í gang í gærkvöldi og í morgun, að sögn Egils Jóhannsonar, forstjóra Brimborgar. Hann sagði Vísi í morgun að verið væri að kanna hvort að þrjótarnir hefðu afrit af gögnunum, þar á meðal ýmsum persónuupplýsingum um viðskiptavini. Persónuvernd var tilkynnt um öryggisbrestinn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir stofnunin að öryggisbresturinn nái til persónuupplýsinga bæði starfsmanna og viðskiptavina Brimborgar samkvæmt tilkynningunni sem henni barst. „Persónuvernd hefur, fyrr í dag, beint þeim fyrirmælum til Brimborgar að gera skráðum einstaklingum viðvart um öryggisbrestinn,“ segir í svarinu. Þá hefur eftirlitsstofnunin óskað eftir upplýsingum um þær öryggisráðstafanir sem Brimborg viðhafði í aðdraganda öryggisbrestsins og að stofnunin fái frekari upplýsingar um atvikið þegar þær liggja fyrir. Á meðal þeirra persónuupplýsinga sem Brimborg safnar um viðskiptavini eru nöfn, kennitölur, símanúmer, tölvupóstföng og ökuskírteinisnúmer.
Persónuvernd Tölvuárásir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira