Rannsóknirnar komnar heim og meðalbiðtíminn 12,5 dagar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. september 2023 08:11 Ágúst segist telja leghálsskimanirnar komnar í góðan farveg. Öllum sýnasendingum til Danmerkur var hætt fyrir síðustu áramót og biðtími eftir niðurstöðum úr leghálsskimun er nú 12,5 dagar að meðaltali, ef miðað er við fyrstu sjö mánuði ársins. Þetta segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, um stöðu leghálsskimana á Íslandi. Eftir töluvert fjaðrafok og umdeildan flutning rannsóknarhluta verkefnisins til Danmerkur segir hann það tilfinningu sína að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Mín tilfinning er að við séum hægt og bítandi að vinna upp það sem tapaðist,“ segir Ágúst um mætingu í skimun og traust kvenna til þjónustunnar. Síðustu staðfestu tölur um mætingu eru frá 2021, þegar hún var 65 prósent, en Ágúst segir sýnatökur hafa verið fleiri í fyrra og enn fleiri í ár þótt staðfestar tölur liggi ekki fyrir. Ráðist var í vitundarvakningarátak og skimanirnar meðal annars auglýstar reglulega á samfélagsmiðlum. Ágúst segir eitt verkefni til viðbótar í undirbúningi og þá séu miklar vonir bundnar við aukna þátttöku eftir að boðanir og niðurstöður fóru að berast konum í gegnum Heilsuveru.is. „Ég held að það sé töluverður ávinningur af þessu og að við náum miklu betur til kvenna, vegna þess að við vitum og vissum allan tímann að það eru miklu færri sem nýta sér Ísland.is. En Heilsuvera; 90 til 95 prósent þekkja þann vettvang,“ segir Ágúst. Margar fá svör í sömu viku Ágúst segir innleiðingu skimunarverkefnisins á heilsugæslunni hafa gengið vel. Það sem af er ári hafa um það bil 52 prósent kvenna mætt í skimun hjá heilsugæslunni en 48 prósent sýna koma frá kvensjúkdómalæknum. Spurður að því hvort þetta sé í samræmi við væntingar segir Ágúst aðkomu kvensjúkdómalækna að verkefninu jákvæða; þeir grípi þær konur sem leita til þeirra og séu vakandi yfir því að taka sýni. Hins vegar minnir hann á að ef konur þurfa eingöngu á skimun að halda sé hagkvæmara að mæta á heilsugæsluna, þar sem skimunin kostar aðeins 500 krónur. Ferlið er nú þannig að samhæfingastöðin safnar sýnum frá heilsugæslustöðvunum og kvensjúkdómalæknum, yfirfara að beiðnir og sýni fari saman og senda áfram á Landspítala. Landspítali skilar niðurstöðum til samhæfingastöðvarinnar, sem fer yfir þær. Þar eru næstu skref ákveðin og niðurstöður sendar til kvenna. „Við höfum enga stjórn á tímanum sem líður frá því að sýni er tekið og þar til það berst okkur, nema ef þau koma frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru daglegar sendingar á milli. En hjá sérfræðilæknum og heilsugæslum úti á landi getur þetta tekið lengri tíma,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að meðalbiðtíminn sé þannig 12,5 dagar frá sýnatöku og þar til niðurstöður liggja fyrir, þá gerist oft að konur fá svar í sömu viku og þær fara í skimun, ekki síst ef aðeins er þörf á HPV rannsókn. Hvetur konur til að mæta og hafa samband ef þær hafa spurningar Nokkuð bið hefur verið eftir nýrri skimunarskrá, sem er enn í útboðsferli. Ágúst segir mikla forvinnu þó hafa verið unna vegna legháls- og brjóstaskimana en ákvörðun um að ráðast í skimanir eftir ristilkrabbameini hafi orðið til þess að stækka umfang verkefnisins og kallað á frekari undirbúningsvinnu. Vel hafi gengið að vinna með þá skimunarskrá sem nú er í notkun. Ágúst segist vilja hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. „Þær fá boð rafrænt og fá áminningar og ég bara hvet þær til að mæta, sjálfra sinna vegna. Og það er um að gera að nýta sér heilsugæsluna, því það kostar aðeins 500 krónur og þær fá mjög góða þjónustu. Og ef það eru einhverjar fyrirspurnir þá endilega hafið samband við okkur. Hér erum við sérfræðingar í þessu og getum svarað öllum spurningum sem koma upp.“ Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Þetta segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, um stöðu leghálsskimana á Íslandi. Eftir töluvert fjaðrafok og umdeildan flutning rannsóknarhluta verkefnisins til Danmerkur segir hann það tilfinningu sína að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Mín tilfinning er að við séum hægt og bítandi að vinna upp það sem tapaðist,“ segir Ágúst um mætingu í skimun og traust kvenna til þjónustunnar. Síðustu staðfestu tölur um mætingu eru frá 2021, þegar hún var 65 prósent, en Ágúst segir sýnatökur hafa verið fleiri í fyrra og enn fleiri í ár þótt staðfestar tölur liggi ekki fyrir. Ráðist var í vitundarvakningarátak og skimanirnar meðal annars auglýstar reglulega á samfélagsmiðlum. Ágúst segir eitt verkefni til viðbótar í undirbúningi og þá séu miklar vonir bundnar við aukna þátttöku eftir að boðanir og niðurstöður fóru að berast konum í gegnum Heilsuveru.is. „Ég held að það sé töluverður ávinningur af þessu og að við náum miklu betur til kvenna, vegna þess að við vitum og vissum allan tímann að það eru miklu færri sem nýta sér Ísland.is. En Heilsuvera; 90 til 95 prósent þekkja þann vettvang,“ segir Ágúst. Margar fá svör í sömu viku Ágúst segir innleiðingu skimunarverkefnisins á heilsugæslunni hafa gengið vel. Það sem af er ári hafa um það bil 52 prósent kvenna mætt í skimun hjá heilsugæslunni en 48 prósent sýna koma frá kvensjúkdómalæknum. Spurður að því hvort þetta sé í samræmi við væntingar segir Ágúst aðkomu kvensjúkdómalækna að verkefninu jákvæða; þeir grípi þær konur sem leita til þeirra og séu vakandi yfir því að taka sýni. Hins vegar minnir hann á að ef konur þurfa eingöngu á skimun að halda sé hagkvæmara að mæta á heilsugæsluna, þar sem skimunin kostar aðeins 500 krónur. Ferlið er nú þannig að samhæfingastöðin safnar sýnum frá heilsugæslustöðvunum og kvensjúkdómalæknum, yfirfara að beiðnir og sýni fari saman og senda áfram á Landspítala. Landspítali skilar niðurstöðum til samhæfingastöðvarinnar, sem fer yfir þær. Þar eru næstu skref ákveðin og niðurstöður sendar til kvenna. „Við höfum enga stjórn á tímanum sem líður frá því að sýni er tekið og þar til það berst okkur, nema ef þau koma frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru daglegar sendingar á milli. En hjá sérfræðilæknum og heilsugæslum úti á landi getur þetta tekið lengri tíma,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að meðalbiðtíminn sé þannig 12,5 dagar frá sýnatöku og þar til niðurstöður liggja fyrir, þá gerist oft að konur fá svar í sömu viku og þær fara í skimun, ekki síst ef aðeins er þörf á HPV rannsókn. Hvetur konur til að mæta og hafa samband ef þær hafa spurningar Nokkuð bið hefur verið eftir nýrri skimunarskrá, sem er enn í útboðsferli. Ágúst segir mikla forvinnu þó hafa verið unna vegna legháls- og brjóstaskimana en ákvörðun um að ráðast í skimanir eftir ristilkrabbameini hafi orðið til þess að stækka umfang verkefnisins og kallað á frekari undirbúningsvinnu. Vel hafi gengið að vinna með þá skimunarskrá sem nú er í notkun. Ágúst segist vilja hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. „Þær fá boð rafrænt og fá áminningar og ég bara hvet þær til að mæta, sjálfra sinna vegna. Og það er um að gera að nýta sér heilsugæsluna, því það kostar aðeins 500 krónur og þær fá mjög góða þjónustu. Og ef það eru einhverjar fyrirspurnir þá endilega hafið samband við okkur. Hér erum við sérfræðingar í þessu og getum svarað öllum spurningum sem koma upp.“
Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira