Rúnar gekk á dögunum til liðs við Cardiff City, sem leikur í ensku B-deildinni, á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.
Leikur gærkvöldsins gegn Birmingham City endaði með 3-1 sigri Cardiff sem heldur því áfram í næstu umferð keppninnar og hjálpaði góð frammistaða Rúnars liðinu með að tryggja sætið í næstu umferð
Í stöðunni 1-0 fyrir Cardiff City fékk Birmingham aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig.
Juninho Bacuna tók spyrnuna fyrir Birmingham, hún var hnitmiðuð og sveif yfir varnarvegg Cardiff en Rúnar var vel vakandi og átti frábæra markvörslu sem hélt Cardiff í forystunni.
Rúnar fær fína dóma um frammistöðu sína í velska miðlinum Wales Online en þar segir að Rúnar hafi meðal annars átt stórbrotna vörslu í téðri aukaspyrnu. Hann hafi verið góður og yfirvegaður með boltann og fær í einkunn 7.