Eins og óhamingjusöm hjón sem rífast alltaf úti á svölum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2023 06:48 Formenn stjórnarflokkanna þriggja; Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar líkir stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins við afar óhamingjusöm hjón. Ráðherrar þurfi að hætta að rífast og fara að hugsa um fólkið í landinu. Í morgun var greint frá því að Sjálfstæðismenn ræddu um mögulega vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra komi í ljós að hún hafi brotið stjórnsýslulög er hún frestaði hvalveiðum í sumar. Er ritari flokksins var síðan spurður hvort Sjálfstæðismenn myndu styðja vantrauststillöguna sagðist hann ekki útiloka það. Þá sagðist formaður Framsóknarflokksins ekki vilja svara svokölluðum „ef“ spurningum um mögulega vantrauststillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir þó ekkert rætt sín á milli um neina vantrauststillögu. Því virðist vera að einu sem hafa rætt um hana sé samstarfsflokkur matvælaráðherra í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk þurfi forystu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mál þetta vera broslegt. „Vandamálið líka fyrir fólkið í landinu er að öll orka ríkisstjórnar Íslands fer í þessar innbyrðis erjur. Á sama tíma hafa stýrivextir tólffaldast frá því að ríkisstjórnin fór aftur af stað fyrir tveimur árum síðan. Fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu finna fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Þetta eru málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem maður fer heyrir maður að umræðan snýst um þetta. Fólk þarf forystu, stefnufestu og sundruð ríkisstjórn getur ekki veitt þeim það,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Einar Kalli meðvitundarleysi stöðugleika Hún líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við óhamingjusöm hjón í fjölbýlishúsi sem taka öll rifrildi úti á svölum. „Vandamálið fyrir fólk á Íslandi er að þessi ríkisstjórn er svo sundruð að það er ekki bara þannig að hún er ekki hluti af lausninni fyrir fólkið í landinu heldur er hún hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frami fyrir því hún liggur eins og pólitískt meðvitundarlaus og kallar það stöðugleika,“ segir Þorbjörg. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Sjálfstæðismenn ræddu um mögulega vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra komi í ljós að hún hafi brotið stjórnsýslulög er hún frestaði hvalveiðum í sumar. Er ritari flokksins var síðan spurður hvort Sjálfstæðismenn myndu styðja vantrauststillöguna sagðist hann ekki útiloka það. Þá sagðist formaður Framsóknarflokksins ekki vilja svara svokölluðum „ef“ spurningum um mögulega vantrauststillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir þó ekkert rætt sín á milli um neina vantrauststillögu. Því virðist vera að einu sem hafa rætt um hana sé samstarfsflokkur matvælaráðherra í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk þurfi forystu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mál þetta vera broslegt. „Vandamálið líka fyrir fólkið í landinu er að öll orka ríkisstjórnar Íslands fer í þessar innbyrðis erjur. Á sama tíma hafa stýrivextir tólffaldast frá því að ríkisstjórnin fór aftur af stað fyrir tveimur árum síðan. Fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu finna fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Þetta eru málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem maður fer heyrir maður að umræðan snýst um þetta. Fólk þarf forystu, stefnufestu og sundruð ríkisstjórn getur ekki veitt þeim það,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Einar Kalli meðvitundarleysi stöðugleika Hún líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við óhamingjusöm hjón í fjölbýlishúsi sem taka öll rifrildi úti á svölum. „Vandamálið fyrir fólk á Íslandi er að þessi ríkisstjórn er svo sundruð að það er ekki bara þannig að hún er ekki hluti af lausninni fyrir fólkið í landinu heldur er hún hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frami fyrir því hún liggur eins og pólitískt meðvitundarlaus og kallar það stöðugleika,“ segir Þorbjörg.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira