Innlent

Elliði telur ein­sýnt að van­trausts­til­laga verði lögð fram gegn Svan­dísi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Engar fregnir hafa borist af vantrauststillögu af hálfu stjórnarandstöðunnar, enn sem komið er.
Engar fregnir hafa borist af vantrauststillögu af hálfu stjórnarandstöðunnar, enn sem komið er.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, telur að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi Svavarsdóttur á haustþingi ef Umboðsmaður Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Í blaðinu segir að Elliði hafi uppskorið mikið lófaklapp á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina, þegar hann spurði Óla Björn Kárason þingflokksformann hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi ef til þess kæmi.

Elliði segir nær öruggt að Svandís hafi brotið lög.

„Í kjöl­far þess er eðli­legt að stjórn­ar­andstaðan leggi fram van­traust­stil­lögu á hend­ur Svandísi Svavars­dótt­ur. Þá þarf Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að gera það upp við sig hvort hann ætli að láta það yfir sig ganga að í skjóli hans sé árás sem þessi á hend­ur at­vinnu­líf­inu leyfð og lög brot­in. Ég er illa svik­inn ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fer þá leið,“ hefur Morgunblaðið eftir Elliða.

„Með fyr­ir­vara­lausri frest­un hval­veiða virti mat­vælaráðherra hvorki stjórn­sýslu­lög né gætti meðal­hófs. At­vinnu­starf­semi sem heim­iluð er með lög­um verður ekki lögð af án aðkomu Alþing­is,“ seg­ir í álykt­un­ sem flokksráðsfundurinn samþykkti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×